Upphaf vorannar 2024

Gleðilegt nýtt ár! Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 8. janúar.

Skráning í útskrift

Þeir nemendur sem stefna á útskrift í maí þurfa að skrá sig hjá Ingu Þóru áfangastjóra í síðasta lagi föstudaginn 12. janúar. Skráning fer fram með því að koma við á skrifstofunni eða senda tölvupóst á ingathora@fmos.is

Stundatöflur og töflubreytingar

Miðvikudaginn 3. janúar geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir vorönn 2024, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 3.-7. janúar.

Útskriftarhátíð 20. desember 2023

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.

Föstudagspistill 8. desember

Hó hó hó. Hér kemur síðasti föstudagspistill annarinnar. Í gær byrjuðu verkefnadagar hjá okkur í FMOS en fjóra síðustu dagana breytum við stundatöflunni þannig að nemendur eru í löngum lotum í hverju fagi sem oft er nýtt í að vinna lokaverkefni í áföngunum.

Jólaundirbúningur í FMOS

Í síðustu viku tóku nokkrir vaskir nemendur að sér að setja upp jólatréð okkar og skreyta og þá má segja að jólin séu komin í FMOS.

Jólamatur

Í hádeginu á miðvikudaginn, 6. desember, verður blásið til jólaveislu à la Inga Rósa. Við gerum matsalinn jólalegan með rauðum dúkum, kertum og servíettum, arineldi (á tjaldinu) og jólatónlist.

Föstudagspistill 24. nóv.

Sæl öll og gleðilegan, fallegan fannhvítan föstudag. Við í FMOS erum enn á rósrauðu skýi yfir þeirri viðurkenningu sem okkur hlotnaðist með íslensku menntaverðlaununum 7 nóvember.

Þróunarvinna

Fimmtudaginn, 16. nóvember, verður þróunarvinna í FMOS en þá setjast kennarar og stjórnendur niður og fara yfir ýmsa þætti skólastarfsins.

Fagnað í FMOS

Það voru hátíðarhöld í FMOS í gær í tilefni af Íslensku menntaverðlaununum. Nemendur og starfsfólk söfnuðust á sal og fögnuðu með köku og ávöxtum.