Hjúkrunarfræðingur er við á starfstíma skólans þ.e. á tímabilinu frá fyrsta kennsludegi og fram yfir verkefnadaga.
Jórunn Oddsdóttir, hjúkrunarfræðingur á vegum Heilsugæslu Mosfellsbæjar, er með aðstöðu á 3. hæð skólans, í stærðfræðiklasanum og stofan heitir Ferningur. Hún er til viðtals á miðvikudögum kl. 9:00-12:30.
Hjúkrunarfræðingur vinnur í samstarfi með náms- og starfsráðgjafa og öðru starfsfólki skólans eftir því sem við á og er þjónustan opin öllum nemendum skólans. Það þarf ekki að bóka tíma heldur bara að kíkja við hjá henni.
Hægt er að leita til hjúkrunarfræðings ef veikindadagar eru fleiri en tveir í hverjum mánuði. Hjúkrunarfræðingur skráir veikindi í Innu ef veikindi eru staðfest.
Síðast breytt: 28. ágúst 2025