Fundargerðir skólanefndar 2015-2016

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskóla Mosfellsbæjar

Dags: Mánudaginn 30. maí 2016

Tími: kl: 17:15 – 18:15

Fundarstaður: Fundarherbergi skólans

Mættir: Bjarki Bjarnason, Bryndís Haraldsdóttir, Elías Örn Viktorsson, Eva Magnúsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Höskuldur Þráinsson, Jón Eggert Bragason, Svanhildur Svavarsdóttir.

Dagskrá:

1. Yfirlit yfir önnina

a) Nemendafjöldi á önninni

b) Nemendaráð

c) Þemadagur

d) Endurskoðun á námsbrautum skólans

e) Innra mat

f) Verkefnatímar

g) Námsferð starfsmanna til Bretlands

2. Starfsmannamál

a) Leyfi án laun

b) Uppsagnir

c) Auglýsingar og staða nýráðninga

d) Ráðning þriggja sviðsstjóra

3. Rekstraráætlun 2016

4. Innritun nýrra nemenda

5. Önnur mál

 

1. Yfirlit yfir önnina

Eva rifjar upp að samþykkt var á síðasta fundi að greitt yrði fyrir fundarsetu.

a) Farið yfir skiptingu nemenda eftir brautum. Opna stúdentsbrautin orðin fjölmennust. Aldursdreifing nemenda hefur breyst töluvert, hópurinn að yngjast. Innritunartölur hafa verið sambærilegar á milli ára. Haustin 2014 og 2015 hafa nemendur sem eru að koma úr 10. bekk verið um 90

b) Fulltrúi nemendafélagsins fór yfir helstu viðburði sem félagið stóð fyrir á önninni

c) Þemadagur, Heimsleikarnir 2016, var haldinn í apríl. Þar var unnið á fjölbreyttan hátt út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

d) Stuttu brautir skólans hafa verið í endurskoðun á vorönninni og þeirri vinnu er ekki lokið.

e) Farið var yfir helstu verkefni sjálfsmatshópsins á árinu

f) Í vetur hafa verið umræður um það hvort verkefnatímar nýttust nemendum nægilega Ákveðið var á síðasta kennarafundi vetrarins að prófa að sleppa verkefnatímum og sjá hvernig það kemur út.

g) Jón Eggert segir frá fyrirhugaðri námsferð starfsmanna til Bretlands í byrjun júní.

 

2. Starfsmannamál

a) Þrír kennarar hafa óskað eftir launalausu leyfi og að auki er einn kennari að fara í 50% námsorlof.

b) Tveir kennarar og matreiðslumeistari hafa sagt störfum sínum lausum

c) Þessa dagana er verið að klára að ráða í laus störf.

d) Ráðnir hafa verið þrír nýir sviðsstjórar til tveggja ára.

 

3. Rekstraráætlun 2016

Jón Eggert fór yfir stöðu fjármála.

Skólanefnd lýsir yfir miklum áhyggjum þar sem stefnir í hallarekstur og leggur það í hendur skólameistara að finna viðunandi lausn þannig að ekki sé farið fram úr fjárveitingum í hverjum mánuði.

 

4. Innritun nýrra nemenda

Það lítur vel út með innritun nýrra nemenda. Líklegt að teknir verði inn um 70 nemendur úr 10. bekk og 60 aðrir nýir nemendur. Mikið er sótt á okkur með sérnámsbraut, búið er að innrita 5 í stað þeirra þriggja sem útskrifuðust.

 

5. Önnur mál

a) Eva vekur athygli á viðtalið við Jón Eggert í Skólavörðunni. Mikilvæg auglýsing fyrir skólann og þyrfti að gera meira í þessum stíl til að vekja athygli á skólanum.

 

Fundi slitið kl. 18:30

Fundagerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskóla Mosfellsbæjar

Dags: Mánudaginn 22. febrúar 2016

Tími: kl: 17:15 – 18:15

Fundarstaður: Fundarherbergi skólans

Mættir: Eva Magnúsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón Eggert Bragason, Svanhildur Svavarsdóttir.

Dagskrá:

1. Skólasamningur 2016 - 2020

2. Endurskoðaður stofnanasamningur

3. Rekstraráætlun 2016

4. Kynningarmál

5. Innritun á vorönn 2016

6. Þóknun til skólanefndar FMOS

7. Önnur mál

1. Skólasamningur 2016 – 2020

Skólasamningurinn hefur verið sendur í ráðuneytið en það á eftir að skrifa undir. Hann er í samræmi við aðra framhaldsskóla en gildistíminn er lengri en áður. Skólasamningurinn er tekinn fyrir tvisvar á ári, að hausti í ráðuneytinu og í skólanum að vori. Skólinn setur sér 4-5 markmið.

 

2. Endurskoðaður stofnanasamningur

Stofnanasamningurinn sem var frá árinu 2009 var endurskoðaðu í ár af Jóni Eggerti, Guðrúnu og tveimur kennurum þeim Mörtu G. Daníelsdóttur og Bergþóri Reynissyni. Það voru ekki miklar breytingar á samningnum en það kemur skýrar fram hvað skólinn er að gera í dag. Samningurinn verður birtur á heimasíðu Kennarasambands Íslands.

 

3. Rekstraráætlun 2016

Jón Eggert fór yfir ársreikninginn og styttist í að hann verði samþykktur.

 

4. Kynningarmál

Náms- og starfsráðgjafar heimsækja 9. bekkinga í Mosfellsbæ að vori og kynna skólann. Að hausti er 10.bekkingum boðið í heimsókn í FMOS. Þann 24. febrúar verður opið hús þar sem 10. bekkingar og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðnir velkomnir. Þann 1. mars koma framhaldsskólarnir af höfuðborgarsvæðinu í FMOS og eru með kynningu fyrir 10. bekkinga og foreldra úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Kjalarnesi.

Jón Eggert sagði frá niðurstöðu rannsóknar sem Ingólfur Andri Jóhannesson og Valgerður S. Bjarnadóttir gerðu en hún byggir meðal annars á viðtölum við nemendur skólans.

Handboltadeild Aftureldingar hefur beðið um samstarf við FMOS.

 

5. Innritun á vorönn 2016

Á vorönn hafnaði skólinn um 50 nemendum og voru þetta allt nemendur 18 ára og eldri.

 

6. Þóknun til skólanefndar FMOS

Ákveðið var að skólinn greiði fyrir setu í skólanefnd.

 

7. Önnur mál

Umræða um hver eigi að boða til varamann á skólanefndarfund. Skólameistari sér um að boða varamenn fyrir þá sem boða forföll tímanlega.

 

Umsjónarmaður fasteigna sagði upp störfum í desember. Ólafur Thoroddsen hefur verið ráðinn og hefur nú þegar hafið störf. Auglýst var eftir nýjum starfsmanni í janúar og bárust 36 umsóknir.

Fundi slitið kl. 18:30

Fundagerð skrifaði Svanhildur Svavarsdóttir

 

Fundagerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 12.10.2015

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Bryndís Haraldsdóttir, Elías Örn Viktorsson, Eva Magnúsdóttir, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Jón Eggert Bragason, Sigríður Johnsen, Svanhildur Svavarsdóttir

 

Dagskrá:

1. Innritunartölur og nýir starfsmenn

2. Nýnemadagur – Foreldrafundur

3. Sjálfsmatsskýrsla – Skólasamningur

4. Fjármál

5. Önnur mál

 

1. Innritunartölur og nýir starfsmenn.

Nýir nemendur á önninni voru 150 og skiptist þannig að 93 nemendur fæddir 1999, 25 nemendur yngri en 18 ára og 32 nemendur eldri en 18 ára. Hafnað var 100 nemendum eldri en 18 ára. Flestir nemendur eða 52% eru búsettir í Mosfellsbæ. Kristín María Ingimarsdóttir nýr kennari, kennir hreyfimyndargerð á Listabraut. Ýmsar breytingar eru á starfsfólki skólans vegna fæðingarorlofs og leyfa. Kristján Einarsson stærðfræði kennari er í launalausu leyfi og Þóra Þórðardóttir leysir hann af. Jóna Svandís Þorvaldsdóttir er á leið í fæðingarorlof en þær afleysingar verða leystar innan hús og var gert ráð fyrir þeim í töflugerð. Hildur Jónsdóttir fer í fæðingarorlof um áramót og verður það einnig leyst innanhús. Stjórn nemendafélagsins fer mjög vel af stað.

 

2. Nýnemadagur – Foreldrafundur

Kennarar skipulögðu þrautagöngu í kringum Hafravatn sem gekk mjög vel. Nýnemaball var um kvöldið og gekk það einnig vel. Ekkert mál kom inn á borð skólameistara eftir þetta ball. Foreldrafundur var haldinn 10. september kl. 17:00. Um 90 foreldrar/forráðamenn mættu á fundinn. Umsjónarkennarar tóku á móti foreldrum í klösunum og stjórnendur, náms- og starfsráðgjafar og fulltrúar nemenda gengu á milli og svöruðu spurningum.

 

3. Sjálfsmatsskýrsla – Skólasamningur

Sjálfsmatsskýrsla er aðgengileg á heimasíðu skólans. Það hefur verið mikið brottfall úr skólanum og skrifast það að mestu á eldri nemendur sem hafa horfið frá námi úr öðrum framhaldsskólum. Hingað til hefur skólinn ekki náð að skila öllum þeim einingum sem hann fær greitt fyrir en það lítur út fyrir að núna skili hann fleiri einingum en hann fær greitt fyrir. Nemendaígildi FMOS er 267 en húsið getur tekið við um 500 nemendum. Engin breyting verður á nemendafjölda árið 2016.

 

4. Fjármál

Líklegt er að fjárhagsstaða skólans verði neikvæð um áramótin. Það þarf að endurnýja formlegan skólasamning við Mennta- og menningarráðuneytið. Jón Eggert mun óska eftir fundi með fjármálasviði.

 

5. Önnur mál

Ef af boðuð verkfalli SFR verður þá mun Jón Eggert sjá um að opna skólann.

 

Fundi slitið kl. 19:00

Fundargerð skrifaði Svanhildur Svavarsdóttir