Fundargerðir skólanefndar 2013-2014

Hérna birtast fundargerðir skólanefndar FMOS. Nýjustu fundagerðir skólaársins eru efstar á síðunni en þær elstu neðstar.

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 10.02.2014

Fundarstaður: Brúarland

Mættir: Eyjólfur Guðmundsson, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Marta Guðrún Daníelsdóttir.

Dagskrá:

  1. Fjármál
  2. Námsframboð haust 2014
  3. Nýbyggingin
  4. Önnur mál

 

1. Fjármál

Uppgjör fyrir árið 2013 kemur ágætlega út. Rekstraráætlun fyrir 2014 var send inn í desember sl. Fjárhagsáætlun fyrir 2014 var yfirfarin og rædd á fundinum – í ljósi óvissu með húsnæðisliði, mögulegt verkfall og nýtt námsframboð verður umræðu haldið áfram á næsta fundi. Umræður um nemendafjölda á næstu önn. Það liggur ekki fyrir hvaða stefna verður tekin, hvort framlög koma frá ríkinu til að taka inn þann nemendafjölda sem við viljum.

Umræður um hugsanlega verkfallsboðun og hvaða áhrif verkfall myndi hafa á skólastarfið. Í fyrri verkföllum hafa mál útskriftarnema verið leyst með reddingum.

Guðbjörg lagði fram upplýsingar um nemendafjölda, fjölda nemenda á hverri braut, brotthvarf ofl.

 

2. Námsframboð haust 2014

Guðbjörg kynnir nýjan valkost í náminu fyrir haust 2014, opna stúdentsbraut. Brautin er 200 fein og nemendur taka sameiginlegan 100 fein kjarna og velja hinar 100 úr því sem er í boði í skólanum. Vinna við að útfæra hestabraut er í gangi og stendur til að ljúka henni fyrir vorið. Fundarmenn lýsa ánægju sinni með að skólinn fari aðeins út fyrir rammann og bjóði upp á eitthvað sem ungt fólk hefur áhuga á.

 

3. Nýbyggingin

Allt að verða klárt í nýja húsnæðinu, einhver smá frágangur eftir og ýmsar stillingar í samtvinnuðu kerfi. Þarf aðeins að athuga handriði á stiganum inni, hafa komið ábendingar frá fólki sem hefur fengið flís og skorið sig á handriðinu.

 

4. Önnur mál

a) Eyjólfur spyr um hollvinafélagið. Ákveðið að taka það upp á næsta fundi.

b) Guðbjörg segir frá hugmynd að tónleikum til að safna í flygilsjóð.

c) Höskuldur spyr um dúkana í loftin. Óvíst hvenær þeir koma.

d) Rætt um breytingar á fundartímum sem ákveðnir voru í nóvember. Eyjólfur tekur að sér að tala við Bryndísi og Evu og finna út í hvaða vikum hentar að hafa fundi. Tillaga að næstu fundir verði 17. mars og 7. apríl.

 

Fundi slitið kl. 18.45

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 27.11.2013

Fundarstaður: Brúarland

Mættir: Eva Magnúsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Marta Guðrún Daníelsdóttir, Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir, Sigríður Johnsen.

Dagskrá:

1. Fjármál – staða fyrir 2013, rekstraráætlun fyrir 2014

2. Fundargerð húsfundar 4. nóvember

3. Starfsáætlun fyrir vorönn 2014, fundardagar

4. Útskrift 20. desember og vígsla nýbyggingar 24. janúar

5. Önnur mál

 

1. Fjármál – staða fyrir 2013, rekstraráætlun fyrir 2014

Útlit fyrir að árið 2013 verði í jafnvægi. Reyndar á eftir koma einhver kostnður vegna flutninga, nóvember og desember verða dýrari mánuði.

Sigríður spyr um kostnað vegna þrifa í nýja húsinu og Guðbjörg svarar því að gert er ráð fyrir um 6 milljónum á ári.

Farið var yfir drög að rekstraráætlun fyrir 2014 og þau kynnt. Niðurstaðan mun liggja fyrir í desember.

 

2. Fundargerð húsfundar 4. nóvember

Guðrún segir frá húsfundi sem var haldinn 4. nóvember, haldinn var kaffihúsafundur með nemendum og þeir beðnir um að lýsa andanum í skólanum og hvernig best væri að taka andann með sér í nýtt húsnæði. Umræður um hvernig þessum upplýsingum mætti koma áfram. Mosfellingur nefndur í þessu samhengi og almennt hve nauðsynlegt það er að halda öllum jákvæðum punktum á lofti.

 

3. Starfsáætlun fyrir vorönn 2014, fundardagar

Eftirfarandi starfsáætlun var samþykkt:

1. fundur 10.2. kl. 17.15 – fjármál 2013-2014, námsframboð fyrir haustið, flutningur

2. fundur 10.3. kl. 17.15 – Kynningar, opið hús, viðtökur nýs húss, hlutverk skólanefndar í opnu húsi

3. fundur 19.5. kl. 17.15 – Samantekt á skólaárinu, starfsáætlun fyrir haustið

4. Útskrift 20. desember og vígsla nýbyggingar 24. janúar

Útskrift verður 20. desember kl. 14.00 Bæjarstjórn og skólanefnd boðið. Guðbjörg segir frá tilraunum sem hafa verið gerðar til að eignast flygil.

Vígsla hússins verður 24. janúar kl. 14.00 Dagskráin er farin að mótast, eitt tónlistaratriði er ákveðið, Kaleo mun spila. Ráðherra, bæjarstjóri, 1. þingmaður kjördæmisins, verktakinn og Guðbjörg munu halda ræður. Eva og Sigríður spyrja hvort ekki eigi að fá prest til að blessa húsið – umræður um þetta. Eyjólfur hefur efasemdir og Guðbjörg mun kanna hvað tíðkast.

 

5. Önnur mál

a) Sigríður ber upp erindi frá Rotary í Mosfellsbæ, áhugi hjá þeim að vera velunnari skólans. Mætti t.d. hugsa sér verðlaun til nemenda við útskrift. Guðbjörg og Guðrún munu kanna þetta og láta Sigríði vita.

b) Eva bendir á að sem markaðshugmynd væri sniðugt að Guðbjörg héldi erindi hjá fleiri hópum.

 

Næsti fundur verður 10. febrúar kl. 17.15

Fundi slitið kl. 19.00

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 


Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 21.10.2013

Fundarstaður: Brúarland

Mættir: Bjarki Bjarnason, Eva Magnúsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Marta Guðrún Daníelsdóttir, Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir, Sigríður Johnsen.

Dagskrá:

1. Skólasamningur

2. Kynningarmál

3. Önnur mál

 

1. Skólasamningur

Guðbjörg kynnti fyrirkomulag skólasamnings fyrir nefndarmönnum. Skólasamninginn í heild sinni má finna á vef skólans undir „skólinn“, „skólasamningur“ Samningur er gerður við ráðuneytið til þriggja ára í senn og er hann endurskoðaður að hluta árlega. Nokkrar umræður voru um markmið skólans eins og þau birtast í skólasamningi, mest var rætt um brotthvarf og aðgerðir til að sporna við því og þá þjónustu sem er í boði fyrir nemendur með sérþarfir.

Eyjólfur spurði hvenær ákvörðun yrði tekin varðandi styttri brautir skólans sem búið var að tala um að yrðu endurskoðaðar. Guðbjörg sagði það vera í ferli og ákvörðun þurfi að liggja fyrir í febrúar.

 

2. Kynningarmál

Eva fór yfir kynningu um markaðsmál, samsvarandi þeirri sem hún hélt fyrir starfsmenn skólans fyrir stuttu. Forvinnan var í höndum Bryndísar, Evu og Sigríðar. Margt var rætt í framhaldinu varðandi kynningarmál skólans. Vinna við skólablað sem kemur út 15. nóvember er komin í gang og verður blaðinu vonandi dreift inn á öll heimili í Mosfellsbæ. Allir sammála um að það þarf að nýta mjög vel það tækifæri sem gefst við vígslu nýja hússins. Guðbjörg segir frá því að eftir kynningu frá Evu er ýmis vinna komin af stað í og kennarar hafa skráð sig á ákveðin verkefni sem snúa að kynningarmálum.

 

3. Önnur mál

a) Guðbjörg spyr Eyjólf um hans áætlun varðandi bréf sem formenn skólanefnda hafa sett saman og ætla að senda til menntamálaráðherra varðandi fjárveitingar til framhaldsskóla. Guðbjörg leggur til að Eyjólfur skoði þetta og láti hana vita á morgun hvernig hann vill bregðast við.

 

Næsti fundur verður 25. nóvember kl. 17.15

Fundi slitið kl. 18.50

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
Dags: 16.09.2013

Fundarstaður: Brúarland

Mættir: Bryndís Haraldsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Sigríður Johnsen.

Dagskrá:

1. Innritunartölur og nýir starfsmenn

2. Úttektarskýrsla og athugasemdir

3. Fjármál

4. Fréttir af nýbyggingu

5. Önnur mál

 

 

1. Innritunartölur og nýir starfsmenn

Guðbjörg lagði fram skjal með yfirliti yfir innritunartölur og búsetu nemenda í FMOS. Samtals voru innritaðir 104 nýir nemendur, þar af 36 sem voru að koma beint úr grunnskóla. Nemendum FMOS með búsetu í Mosfellsbæ fjölgar um 10% á milli ára.

Í framhaldi af þessum upplýsingum spunnust umræður um fjölgun nemenda við flutninginn um áramótin. Rekstrarlega séð er gott að fjölga nemendum sem fyrst. Einnig voru umræður um íþrótta- og lýðheilsubrautina, hvort hugsanlega þyrfti að breyta nafninu til að höfða betur til ungs fólks og hugsanlega þyrfti að breyta áherslum brautarinnar.

Aðeins var rætt um mismunandi útfærslur á því hvernig hægt er að brúa bilið á milli grunn- og framhaldsskóla með því að bjóða nemendum grunnskólanna að taka áfanga í FMOS.

Guðbjörg kynnti tvo nýja starfsmenn, Svanhildi Guðmundsdóttur spænskukennara sem leysir Hildi Jónsdóttur af í fæðingarorlofi þessa önn og Elínu Eiríksdóttur sérkennara sem kennir á sérnámsbraut skólans.

 

2. Úttektarskýrsla og athugasemdir

Guðbjörg segir frá því að eftir að svörum við athugasemdum úttektarskýrslunnar var skilað til ráðuneytisins, barst bréf þar sem óskað var eftir nánari útlistun á ýmsum atriðum. Nokkur þessara atriða voru rædd á fundinum og aðkoma skólanefndarmanna að þeim. Skila þarf nánari útlistun aðgerða innan tveggja vikna og verður það gert í samráði við skólanefnd.

 

3. Fjármál

Guðbjörg leggur fram upplýsingar um stöðu fjármála, heildarniðurstaðan er sú að ekki þarf að hafa verulegar áhyggjur en reksturinn er í járnum. Fyrirséð að það verði einhver aukakostnaður í lok árs m.a. vegna ráðningar matreiðslumanns frá 1. desember og vegna útboðs í ræstingar í nýja húsinu.

Guðbjörg sýndi fundarmönnum einnig bréf sem hún sendi til ráðuneytisins í vor þar sem bent var ýmsan kostnaðarauka sem fylgir flutningi í nýtt húsnæði.

4. Fréttir af nýbyggingu

Góðar fréttir af byggingarmálum, allt virðist vera á áætlun

 

5. Önnur mál

Engin önnur mál voru tekin fyrir

Fundi slitið kl. 18.50

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

 

Síðast breytt: 4. mars 2014