Fundagerðir skólanefndar 2014-2015

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 08.06.2015

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Bryndís Haraldsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Sigríður Johnsen.

 

Dagskrá:

1. Samantekt skólaársins

2. Nemendur

3. Fjármál

4. Dagatal næsta skólaárs

5. Önnur mál

 

1. Samantekt skólaársins

Starfið almennt gengið vel. Einn kennari verður í leyfi næsta vetur og Guðbjörg verður í leyfi og Jón Eggert Bragason mun leysa hana af. Nýr kennari á hestabraut þar sem Line fer í fæðingarorlof á næstu önn. Ýmislegt gengið á t.d. vinnumat kennara.

 

2. Nemendur

Nemendur á önninni voru um 370. 6 útskrifuðust á haustönn og 18 á vorönn. Samtals hafa útskrifast 110 nemendur þar af 24 sem byrjuðu sína skólagöngu hér í FMOS. Meðalnámstími er 3,75 ár. Rætt um innritun sem er að ljúka núna í vikunni.

 

3. Fjármál

Farið yfir uppgjör ársins 2014 og áætlun fyrir 2015. Guðbjörg sýndi fundarmönnum greinagerð vegna rekstrarkostnaðar sem send var í ráðuneytið.

 

4. Dagatal næsta skólaárs

Guðbjörg sýndi drög að dagatölum næsta skólaárs. Umræður um móttöku nýnema og með hvaða hætti hún væri hér í FMOS.

 

5. Önnur mál

a) Umræður um væntanlegt leyfi Guðbjargar og hvað hún ætlaði að gera.

 

Fundi slitið kl. 18.15

 

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

 

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 16.03.2015

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Bjarki Bjarnason, Bryndís Haraldsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Jóhanna Jakobsdóttir, Sigríður Johnsen.

 

Dagskrá:

1. Fjármál

2. Forvarnarmál: Skýrslur Rannsóknar og greiningar

3. Fréttir af vinnu við sjálfsmat

4. Ársskýrsla fyrir 2014

5. Önnur mál

 

1. Fjármál

Það eru í raun ekki neinar nýjar fréttir af fjármálunum, uppgjör fyrir árið 2014 er ekki komið. Það sem m.a. tefur er úttekt sem er verið að gera á starfsbrautum skólanna. Bryndís spyr um hlutverk skólanefndar í sambandi við gerð fjárhagsáætlunar. Samkvæmt lögunum á skólanefnd á veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar. Guðbjörg bendir á að skólanefnd sinnir þessu hlutverki með því að fá reglulega yfirlit yfir stöðu fjármála.

 

2. Forvarnarmál: Skýrslur Rannsóknar og greiningar

Guðrún fór yfir það í stuttu máli hvað forvarnarteymið í FMOS hefur verið að gera undanfarnar annir. Guðbjörg fór sýndi niðurstöður úr tveimur skýrslum Rannsóknar og greiningar frá árinu 2013

 

3. Fréttir af vinnu við sjálfsmat

Guðrún sagði frá verkefnum sjálfsmatshóps FMOS. Næsta verkefni hópsins er að kanna líðan starfsfólks og gera þjónustukönnun hjá nemendum. Matsfundir verða svo haldnir í lok annar. Guðrún sýndi einnig niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal útskrifaðra nemenda á síðustu önn.

 

4. Ársskýrsla

Guðbjörg sagði frá ársskýrslu 2014 sem var verið að ljúka vinnu við. Eva bendir á að ýmislegt í ársskýrslunni gefi tilefni til að fá t.d. Hilmar hjá Mosfellingi til að taka viðtal við skólameistara.

 

5. Önnur mál

a) Bjarki spyr um þátttöku okkar nemenda í ungmennaráði og hvort við verðum vör við áhrif af þátttöku þeirra. Lítið hefur borið á umræðu um ungmennaráð þessa önn en hefur oft verið áberandi.

b) Sigríður spyr hvernig gangi með hestabrautina. Nú er verið að vinna í að skipuleggja vinnustaðanám nemenda og bakhópurinn sem hefur starfað með okkur er til aðstoðar.

 

Fundi slitið kl. 18.30

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

 

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 19.01.2015

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Bryndís Haraldsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Höskuldur Þráinsson, Jóhanna Jakobsdóttir, Sigríður Johnsen, Valborg Anna Ólafsdóttir

Dagskrá:

1. Upphaf vorannar – nemendur og starfsmenn

2. Fjármál – uppgjör 2014 og áætlun 2015

3. Önnur mál

Fundurinn hófst á kosningu formanns. Eva Magnúsdóttir var kosin formaður skólanefndar. Að lokinni kosningu sagði Guðbjörg frá því að hún verður í námsleyfi næsta skólaár og stjórnendur leggja til að Jón Eggert Bragason verði settur skólameistari á meðan Guðbjörg er í leyfi. Formaður skólanefndar sendir erindi þess efnis til mennta og menningarmálaráðuneytisins.

1. Upphaf vorannar

Guðbjörg sýndi tölulegar upplýsingar um önnina. Umræður um fjölda og aldur nemenda, hestabrautina, styttri brautir og samstarfsverkefni skólans og Reykjalundar. Guðrún sagði frá Húsfundi nemenda og starfsmanna sem var haldinn 17. september og sýndi niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal nemenda sem gerð var nýlega.

2. Fjármál – uppgjör 2014 og áætlun 2015

Guðbjörg leggur fram uppgjör fyrir árið 2014 og áætlun fyrir árið 2015. Hingað til hefur reksturinn verið í kring um núllið en hlutirnir líta aðeins verr út núna fyrir árið 2014. Fastur kostnaður við húsið er of hár á meðan nemendafjöldinn er ekki kominn í 500. Endanlegt uppgjör kemur í lok mánaðar og þá skýrist hvernig árið kemur út.

3. Önnur mál

Engin önnur mál en næsti fundur ákveðinn 2.3. kl. 17.15

 

 

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 10.11.2014

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jóhanna Jakobsdóttir

Dagskrá:

1. Fjármál – nemendatölur 2015

2. Fréttir af innra starfi – viðhorfskönnun, húsfundur

3. Önnur mál

1. Fjármál – nemendatölur 2015

Guðbjörg segir frá breytingum sem gerðar voru á ársnemendatölu eftir fund stjórnenda með fulltrúum frá ráðuneytinu. Í fjárlögum var gert ráð fyrir 227 ársnemendum árið 2015 en sú tala hefur verið hækkuð í 270. Þetta þýðir að nemendur á haustönn 2015 verða líklega um 360. Útlit fyrir að 40 nemendur verði teknir inn á vorönn og vonandi um 100 á haustönn. Höskuldur biður um að bókað verði að þetta sé góð frammistaða hjá stjórnendum.

Hingað til hefur tekist að halda rekstrinum innan marka en líklega verður það ekki þannig núna. Húsið er töluvert dýrara í rekstri en gert var ráð fyrir og er það megin ástæða þess að líklega verður halli á rekstrinum. Í fjárlögum 2015 er gert ráð fyrir mikilli hækkun á framlagi til hvers nemanda, hluti af því er vegna kjarasamninga kennara.

Guðbjörg sýndi fundarmönnum reglugerð um innritun og forgangsröðun innritunar og í framhaldi af því breytingar á reglum FMOS þannig að ef ekki er hægt að veita öllum sem sækja um skólavist hafa nemendur búsettir í Mosfellsbæ og næsta nágrenni hafa forgang.

 

2. Fréttir af innra starfi – viðhorfskönnun, húsfundur

Guðrún sagði frá Húsfundi nemenda og starfsmanna sem var haldinn 17. september og sýndi niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal nemenda sem gerð var nýlega.

 

3. Önnur mál

a) Guðbjörg segir frá flygiltónleikum sem áttu að vera 20. nóvember en var hætt við þegar í ljós kom að bókmenntakvöld bókasafnsins verður á þessum tíma. Ákveðið að fresta tónleikunum fram í febrúar. Höskuldur spyr hvort skólanefndin geti gert eitthvað til að aðstoða.

 

Fundi slitið kl. 18.10

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

Fundargerð skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Dags: 22.09.2014

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jóhanna Jakobsdóttir, Sigríður Johnsen

Dagskrá:

1. Innritunartölur og nýir starfsmenn

2. Fjármál og tölur í fjárlagafrumvarpi

3. Önnur mál

 

1. Innritunartölur og nýir starfsmenn

Nemendur á haustönn eru 385, þar af eru 93 sem eru að koma beint úr 10. bekk. 15 grunnskólanemendur eru í fyrsta áfanga í ensku og taka það sem val í grunnskólanum. 14 nemendur sem eru í endurhæfingu á Reykjalundi eru skráðir í skólann og koma hingað til að fá kennslu í notkun kennslukerfis FMOS. 46% nemenda í skólanum er úr Mosfellsbænum.

Guðbjörg sýndi mynd af samhenginu á milli mætinga nemenda og einkunna.

 

2. Fjármál og tölur í í fjárlagafrumvarpi

Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hærra framlagi á hvern nemanda en fækkun nemenda, þ.e. ársnemendatalan er áætluð 227. Ástæðan er m.a. aukinn launakostanaður. Ráðuneytið stefnir að því að fækka eldri nemendum í dagskóla. Guðbjörg hefur haft samband við ráðuneytið og óskað eftir frekari umræðu um þessi mál. Guðbjörg segir frá hugmynd frá Mosfellsbæ um menntun fyrir leikskólastarfsmenn bæjarins.

 

3. Önnur mál

a) Guðbjörg tekur að sér að hafa samband við Bryndísi og Evu varðandi fundardaga á önninni.

b) Sagt frá foreldrafundi sem var haldinn 16. september og var með svipuðu sniði og í fyrra. Foreldrar fengu innsýn í kennslukerfið og leystu ýmis verkefni þar.

c) Sigríður spyr um mötuneyti. Það gengur mjög vel og nemendur og starfsmenn mjög ánægðir.

d) Höskuldur spyr hvað skólinn sé byggður fyrir marga nemendur. Áætlanir gera ráð fyrir um 500 nemendum.

 

Fundi slitið kl. 18.15

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir