Hlutverk áfallaráðs er að gera áætlun um hvernig skuli bregðast við þegar áföll hafa orðið svo sem dauðsföll, slys, eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð. Áætlunin felur í sér hvað skuli gera, í hvaða röð og hver sinni hvaða hlutverki.
Áfallaráð fer með verkstjórn þegar válegir atburðir gerast, kynnir sér skyndihjálp og sálræna skyndihjálp og miðlar þeirri þekkingu til annarra starfsmanna skólans.
Áfallaráð skólaárið 2022-2023:
Starfsheiti |
Nafn |
Farsími/vinnusími |
Skólameistari |
Guðbjörg Aðalbergsdóttir |
864 9729 |
Aðstoðarskólameistari |
Valgarð Már Jakobsson |
696 2660 |
Áfangastjóri |
Inga Þóra Ingadóttir |
696 0780 |
Náms- og starfsráðgjafi |
Svanhildur Svavarsdóttir |
899 5697 |
Kennari |
Erla Hrönn Geirsdóttir |
695 8617 |
Kennari |
Tinna Sigurjónsdóttir |
8247766 |
Forvarnarfulltrúi |
Halla Heimisdóttir |
897 0108 |
Umsjónarmaður fasteigna |
Ólafur Thoroddsen |
897 7741 |
Skólaritari |
Guðrún Elísa Sævarsdóttir |
849 8113 |
Samstarfsaðilar innan skólans: |
|
|
Stjórn nemendaráðs |
|
|
Samstarfsaðilar utan skólans: |
|
|
Heilsugæslan í Mosfellsbæ |
|
513 6050 |
Prestur, Lágafellssókn |
|
566 7113 |
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu |
|
444 1000 |
Hvað er áfall?
Áfall eru sterk streituviðbrögð sem koma í kjölfar óvæntra atburða s.s. slysa, alvarlegra veikinda nemanda eða starfsmanns í skóla eða utan, andlát starfsmanns eða nemanda eða aðrir alvarlegir atburðir sem snerta hóp starfsmanna eða nemenda s.s. ef eldur kemur upp í húsnæði skólans, náttúruhamfarir eða stórslys.
Hvað er sálræn skyndihjálp?
Sálræn skyndihjálp felst í því að kennarar og starfsmenn skólans róa og hugga nemendur og starfsfólk. Þeim sem verður fyrir áfalli er gefið rými til tjá tilfinningar sínar og fá útrás fyrir þær og er hjálpað við að fá viðeigandi aðstoð fagaðila.
Ef slys verður í skóla skal líkamleg skyndihjálp hafa forgang.
Við hvern á ég að tala ef ég verð fyrir áfalli?
Áfallaráð er samsett af starfsfólki skólans sem hefur fagþekkingu og/eða hefur fengið þjálfun í sálrænni skyndihjálp, sjá nafnalista áfallaráðs hér fyrir ofan. Þér er óhætt að hafa samband við hvern sem er innan ráðsins. Sá sem fær upplýsingar um áfall kemur þeim áfram til skólameistara sem stýrir áfallaráði og kallar það saman þegar þörf krefur.
Hvernig bregst skólinn við áföllum?
Þegar áfall ber að garði er unnið samkvæmt fyrir fram ákveðnu ferli sem skólameistari ber ábyrgð á. Áfallaráð er kallað saman og unnið er skv. áfallahandbók skólans. Áfallaráðið ber ábyrgð á því að upplýsingar í áfallahandbókinni séu yfir farnar og uppfærðar í lok hvers skólaárs.
Síðast breytt: 1. september 2022