Verkefnatímar

Í FMOS eru verkefnatímar í stundatöflunni á miðvikudögum.

Verkefnatímar eru hluti af kennslutíma hvers áfanga og nemendur eiga að nýta hann til að vinna. Nemendur ráða sjálfir hvernig þeir nýta tímana, t.d. til þess að vinna verkefnavinnu, fá aðstoð frá kennurum eða vinna í hópavinnu með fleiri nemendum.

Kennarar eru í klösunum sínum og eru nemendum til aðstoðar eftir þörfum. Verkefnatímar eru líka notaðir ef nemendur missa af verkefnum og þeir fá leyfi frá kennaranum til að vinna það í verkefnatíma.

Vegna Covid19 þá þurfa nemendur að skrá sig í verkefnatíma á sérstöku eyðublaði sem þeir geta nálgast undir aðstoð í Innu. Gæta þarf fyllst sóttvarna, spritta hendur og nota grímur ef ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli fólks. Nemendur gæta þess ávallt að þrífa borð og stóla eftir sig og mega ekki flakka á milli klasa. 

Hér má sjá hvenær kennarar eru í verkefnatíma á vorönn 2021:

Fyrri verkefnatími (8:30-10:00) Seinni verkefnatími (10:00-11:30)
Arnar Erla
Björk Halla
Halldór Helena
Jóna Hildur
Karen Hlín
Loftur Hrafnhildur
Valgarð Jóhanna
Þorbjörg Kolla
  Kristrún
  Steindóra
  Svala
  Svanhildur
  Tinna
  Þröstur

 

Síðast breytt: 15. mars 2021