Framhaldsskólabraut I

Framhaldsskólabraut I er ætlað að koma til móts við þá nemendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði á stúdentsbrautir skólans eða eru óákveðnir um námsval. Markmið náms á brautinni er að undirbúa nemendur undir áframhaldandi nám í framhaldsskóla. Brautin er 90 einingar, 55 einingar í kjarna og 35 einingar frjálst val, og er meðalnámstími 4 annir. Nemendur, sem óska eftir því, geta fært sig yfir á stúdentsbrautir skólans þegar þeir hafa lokið undirbúningsáföngum í kjarnagreinunum ensku, íslensku og stærðfræði og uppfylla þar með inntökuskilyrði á brautirnar.

Nemendur skipuleggja nám sitt á Framhaldsskólabraut I í samráði við umsjónarkennara og/eða náms- og starfsráðgjafa skólans.

Kjarnagreinar   1. þrep 2. þrep 3. þrep Ein.
Íslenska ÍSLE 1UN05 2MR05 2ED05     5 10   15
Stærðfræði STÆR 1UN05 2LF03 2FL02     5 5   10
Enska ENSK 1UN03 2OT05 2TM05     5 10   15
Lífsleikni LÍFS 1ÉG03 1ÉS02       5     5
Umhverfisfræði UMHV 2UN05           5   5
Tölvunotkun TÖLN 1GR02         2     2
Lýðheilsa og íþróttir LÝÐH 1HN01 1HR01 1HR01     3     3
Samtals kjarni:                   55
Frjálst val
Nemendur hafa 35 einingar af frjálsu vali og ráða úr hvaða námsgreinum þessar einingar koma. Sjá nánar í áfangalýsingar og áætlun um hvenær við kennum hvaða áfanga. 35
Samtals val:                   35
Samtals:                   90

 

Gildir frá 1. ágúst 2022

Síðast breytt: 10. mars 2023