Vettvangsnám kennaranema

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er einn af samstarfsskólum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um menntun framhaldsskólakennara. Samstarfsskólar sjá um vettvangsnám kennaranema sem er 10 ECTS einingar og tekur hver skóli árlega á móti 8 - 15 kennaranemum sem eru að undirbúa sig undir kennslu í mismunandi námsgreinum. Vettvangsnámið nær yfir eitt skólaár. Kennaranemar sækja vikulega fundi og kynnast fjölbreyttum þáttum í starfsemi skólans. Þeir fylgjast með kennslustundum, kennarafundum, aðstoða við kennslu og kenna að lokum sjálfir undir handleiðslu leiðsagnakennara sem eru starfandi kennarar við FMOS. Í HÍ vinna kennaranemarnir fjölbreytt verkefni sem tengjast skólastarfi FMOS. Samstarfið er því dýrmætt fyrir kennaranemana, starfsþróun leiðsagnakennara, FMOS og Menntavísindasvið. Sérstakur verkefnisstjóri hefur umsjón með kennaranemum í samstarfi við Menntavísindasvið og verkefnisstjóra sem sjá um vettvangsnám í öðrum samstarfsskólum.

Verkefnastjóri og umsjón með kennaranemum skólaárið 2022-2023 hefur Vibeke Svala Kristinsdóttir, sálfræðikennari.

Síðast breytt: 28. september 2022