Fundargerðir skólanefndar 2017-2018

Nýjustu fundargerðir skólaársins eru efstar á síðunni en þær elstu neðstar.

Dags: 05.03.2018

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Elísabet S. Ólafsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, Inga Þóra Ingadóttir, Kolbrún Reinholdsdóttir, Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson.

 

Dagskrá:

  1. Innritun
  2. Breytingar á starfsmannahaldi
  3. Fjármál
  4. Önnur mál

1. Innritun

Guðbjörg fer yfir innritunartölur vegna vorannar. 50 nýir nemendur voru innritaðir og á síðustu önn voru 36 nemendur útskrifaðir. Þegar þrjár vikur voru liðnar af önninni voru nemendur samtals 314. Guðbjörg sýndi líka myndir þar sem sést hvernig nemendur skiptast á brautir, skipting eftir búsetu, aldursdreifing nemenda og kynjaskipting. Einnig fjallað um brautir skólans og umræða um Opna braut og Framhaldsskólabrú.

 

2. Breytingar á starfsmannahaldi

Breytingar á starfsmannahaldi frá síðustu önn eru að Line kennari á hestabraut er hætt og í hennar stað kom Karen Woodrow sem hefur kennt á brautinni í afleysingum. Björn sem var stuðingsfulltrúi á sérnámsbraut er hættur og í hans stað var ráðin Inga Dóra Glan Guðmundsdóttir og Helga leirlistakennari sem var sagt upp í vor er komin aftur í 50% stöðu.

 

3. Fjármál

Ekki er enn þá komið uppgjör fyrir 2017 og enn hafa ekki borist framlög úr ríkissjóði og engin skýring fengist á því af hverju það er.

 

4. Önnur mál

a) Spurt um hugsanlegar launahækkanir og hvernig skólinn tekst á við það. Framlag ríkisins er hækkað ef launahækkanir verða.

 

Fundi slitið kl. 18:00

 

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

Dags: 27.11.2017

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Elísabet S. Ólafsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, Inga Þóra Ingadóttir, Kolbrún Reinholdsdóttir, Mikael Rafn Línberg Steingrímsson, Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson, Sigríður Johnsen.

 

Dagskrá:

1. Kosning formanns skólanefndar

2. Kynning á starfsemi skólans fyrir nýja skólanefndarmenn

3. Rekstraráætlun fyrir árið 2018

4. Breytingar á námsframboði

5. Önnur mál

 

1. Kosning formanns skólanefndar

Guðbjörg leggur til að Sigríður verði formaður og tengi þannig á milli nýrrar skólanefndar og þeirrar síðustu. Hreiðar Örn býður sig líka fram til formanns. Ákveðið að kjósa og var Hreiðar Örn kosinn formaður.

 

2. Kynning á starfsemi skólans fyrir nýja skólanefndarmenn

Guðbjörg fer yfir helstu áherslur í skólastarfinu til að kynna skólann fyrir nýju fólki í skólanefnd; kennsluaðferðir, námsmat, nemendafjöldi, skipulag hússins o.fl.

 

3. Rekstraráætlun fyrir árið 2018

Guðbjörg fer yfir stöðu fjármála undanfarin ár og sýnir rekstraráætlun fyrir árið 2018. Skólinn lenti í miklum niðurskurði á þessu ári vegna hallareksturs sem m.a. var tilkominn vegna þess að húsið er of stórt fyrir reksturinn. Frá upphafi hafa verið kenndir margir litlir hópar í þeirri trú að skólinn myndi stækka. Næsta ár lítur betur út og ekki síst vegna þess að nú hefur ráðuneytið ákveðið að auka fjármagn til skóla sem eru með marga nemendur sem hafa slakan undirbúning til að hefja nám í framhaldsskóla. Aðgerðirnar sem skólinn hyggst ráðast í er að gera sérstaka braut, Framhaldsskólabraut 2, fyrir þann hóp nemenda sem er verst staddur. Í vetur hefur verið tilraun í gangi þar sem þessi nemendahópur hefur verið í sérstökum áfanga sem þrír kennarar sjá um og er fyrst og fremst ætlað að vera hvetjandi og styrkjandi og undirbúa nemendur undir annað nám í skólanum. Sigríður tekur fram að henni finnst virðingarvert hvað skólinn hefur sýnt mikla þrautseigju og barist fyrir máli þessara nemenda. Aðeins var rætt um hestabrautina og hugsanlegar ástæður þess að færri nemendur sækja um á brautinni, líklegt að kostnaður spili þar inn.

 

4. Breytingar á námsframboði

Þessi dagskrárliður var að hluta til tekinn fyrir í lið 3 en Guðbjörg segir frá því að Framhaldsskólabraut 1 og breytt útgáfa af Opinni stúdentsbraut eru í staðfestingarferli hjá ráðuneytinu. Á vorönn hefst síðan vinna við Framhaldsskólabraut 2.

 

5. Önnur mál

a) Spurt um foreldrastarf innan skólans. Því er til að svara að erfiðlega gengur að fá fólk til að starfa í foreldrafélagi. Tvisvar síðan skólinn byrjaði hefur verið virkt foreldrafélag. Alltaf reynt á hverju hausti að fólk til starfa.

b) Spurt um félagslífið og Ragnar segir það betra en áður. Haldið var ball í byrjun annar og síðan hafa verið haldnir litlir atburðir s.s. bíókvöld o.fl. Í framhaldinu sköpuðust umræður um Ungmennahús sem hefur farið mjög vel af stað og vinnur m.a. í samstarfi við nemendafélagið.

c) Spurt var um mötuneytið. Seldir matarskammtar eru mun færri en áður og fáir nemendur kaupa sér mat í hádeginu.

 

Fundi slitið kl. 18:50

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

Dags: 18.09.2017

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Bryndís Haraldsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Inga Þóra Ingadóttir, Sigríður Johnsen.

Dagskrá:

  1. Kosning formanns
  2. Innritun á haustönn
  3. Nýir starfsmenn
  4. Fjármál
  5. Önnur mál

1. Kosning formanns

Fyrsta dagskrárlið var frestað þar sem ekki hefur verið skipað í nýja skólanefnd.

 

2. Innritun á haustönn

Guðbjörg fer yfir tölur um innritun, skiptingu nemenda á brautir o.fl. Nemendur sem voru að koma úr 10. bekk eru 60, heldur færri en í fyrra en 2001 árangur er fámennari en sá síðasti. Unnið er að því að endurskipuleggja brautir skólans þar sem ekki er raunhæft að vinna áfram eins og við séum alveg að verða 500. Eva bendir á að umræðan í bænum sé þannig að leggja eigi niður hestabrautina og íþrótta- og lýðheilsubrautina. Mikilvægt að tala opinskátt um stöðuna eins og hún er.

 

3. Nýir starfsmenn

Ráðið var í afleysingu á skrifsfofu fyrir hádegi vegna veikindaleyfis. Guðrún Elísa Sævarsdóttir var ráðin í starfið. Björn Bjarnarson var ráðinn í starf stuðningsfulltrúa á sérnámsbraut. Sigríður spyr um áhrif uppsagna starfsfólks í vor. Hafði mikil áhrif í lok síðustu annar en virðist vera að jafna sig núna.

 

4. Fjármál

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir neinum hækkunum umfram vísitölu og síðan fékk Guðbjörg þær fréttir að húsnæðið myndi hækka um 12%. Það lítur út fyrir að hallinn muni lækka töluvert, það verður hagnaður innan ársins en hallinn minnkar ekki jafn mikið og ætlast var til. Vorönnin verður væntanlega erfið þar sem nemendur verða færri eins venjan er en stjórnendur hafa ákveðið að fara ekki í fleiri uppsagnir og fela kennurum sem ekki ná að uppfylla kennsluskyldu önnur verkefni. Bryndís spyr um starfs- og fjármálaáætlun og Guðbjörg svarar því að vinnan fari í gang í október.

 

5. Önnur mál

a) Guðbjörg segir frá fyrirhuguðum breytingum á námsframboði FMOS og kynnir hugmyndir sem eru í vinnslu. Einnig er sagt frá nýjum áfanga sem fékkst styrkur til að prófa, áfangi sem er fyrir þá nemendur sem eru með slakasta undirbúninginn úr grunnskóla. Almenn ánægja með áfangann og hann lofar góðu.

 

Fundi slitið kl. 18:35

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir