Nemendur með sérþarfir

Sérnámsbraut
FMOS starfrækir sérnámsbraut (starfsbraut) fyrir fatlaða nemendur, þar sem áherslan er á sérskipulagðar einstaklingsnámskrár og að nemendur fái tækifæri til að stunda nám í almennum áföngum eftir getu og áhuga. 

Nemendur með námsörðugleika
Nemendur sem hafa ekki náð markmiðum grunnskóla vegna námsörðugleika eða einhvers konar hindrana í námi, s.s. athyglisbrests, lesblindu og annarra sértækra námsörðugleika og uppfylla ekki inntökskilyrði á stúdentsbrautir geta sótt um nám á Framhaldsskólabrú. Á Framhaldsskólabrú fer fram óhefðbundið nám sem er m.a. ætlað að styrkja sjálfsmynd, hugrekki og þrautseigju nemenda þannig að þeir séu betur undirbúnir til að takast á við verkefni hvort heldur sem er í námi eða á vinnumarkaði. 

Náms- og starfsráðgjafi skólans sinnir ráðgjöf við nemendur m.a. vegna sértækra námsörðugleika. Einnig er sálfræðingur starfandi við skólann og geta nemendur leitað aðstoðar hans vegna sálrænna erfiðleika. 

Nemendur með annað móðurmál en íslensku
Nemendum með annað móðurmál en íslensku býðst einstaklingsmiðuð kennsla í íslensku. Í byrjun fara nemendurnir í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa og er úthlutað umsjónarkennara sem styður við þá. Þeir fá sérstaka íslenskukennslu þar sem íslenskukennari greinir og metur hæfni þeirra í íslensku og finnur úrræði og aðferðir til að hjálpa nemendunum að þjálfast í íslensku.

 

Síðast breytt: 20. janúar 2021