Íslenskubraut

Náms­brautin er ætluð nem­endum af erlendum upp­runa. Nem­endur með annað móðurmál en íslensku hafa ólíkan bak­grunn hvað varðar nám, menn­ingu og tungumál. Þeir hafa mis­mikla und­irstöðu í eigin tungu­máli, læsi og námi og eru því mis­jafn­lega und­ir­búnir að takast á við nýtt tungumál í nýju umhverfi. Þeir hafa einnig verið mis­lengi á Íslandi og fengið ólík tæki­færi til að kynnast íslenskri tungu. Náms­greinin íslenska sem annað mál er því ekki ein­ungis tungu­mála­kennsla. Saman fara markmið þar sem leitast er við að þjálfa nem­endur í íslensku máli, sem og menn­ing­ar­færni, og með því stuðla að félags­legri vellíðan nem­andans. Þau fela í sér að nýja tungu­málið sé lykill að íslensku sam­fé­lagi, íslensku skóla­starfi, íslensku atvinnu­um­hverfi og brúi ólíka menn­ing­ar­heima.

Með námi á braut­inni er stefnt að því að nem­endur verði sem best í stakk búnir til að taka virkan þátt í íslensku, lýðræðislegu þjóðfélagi. Því er lögð áhersla á að námsþætt­irnir snerti per­sónu­lega færni, félags­lega færni og að lokum starfs­færni eftir því sem framast er unnt. Brautin veitir ekki eig­inleg rétt­indi, en með námi á braut­inni er nem­endum gert kleift að auka mögu­leika sína til náms og starfa í íslensku sam­fé­lagi. Eitt af loka­markmiðum námsins er að opna mögu­leika nem­enda á frekara námi við íslenska fram­halds­skóla.

Brautin í námskrárgrunni

Kjarni           1. þrep 2. þrep ein.
Íslenska sem annað mál ÍSAN1ÍA05 ÍSAN1ÍB05 ÍSAN1ÍC05 ÍSAN1ÍD05 ÍSAN1ÍE05 25   25
Íslenska sem annað mál ÍSAN1ÍF05 ÍSAN1ÍG05 ÍSAN2ÍA05 ÍSAN2ÍB05 ÍSAN2ÍC05 10 15 25
Íslenska sem annað mál ÍSAN2ÍD05 ÍSAN2ÍE05 ÍSAN2ÍF05       15 15
Íslenska sem ... - tal ÍSAT1ÍA03 ÍSAT1ÍB03 ÍSAT1ÍC03 ÍSAT2ÍA03 ÍSAT2ÍB03 9 6 15
Íþróttir LÝÐH1HN01 LÝÐH1VN01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01   4   4
enska og stærðfræði ENSK1UN03 STÆR1UN03       6   6
Framtíðarfærni1 FRAM1ÍA03 FRAM1ÍB03 FRAM2ÍA03 FRAM2ÍB03   6 6 12
Listgreinar o.fl. VALGREINAR         12   12
Samtals:           72 42 114


1) FRAM er áfangi þar sem unnið er með framtíðarfærni s.s. tölvufærni, vinnulag, samskipti, fjármálalæsi og gagnrýna hugsun.

Síðast breytt: 12. júní 2024