Samgöngustefna

Samgöngustefna FMOS er hluti af umhverfisstefnu skólans, en í henni segir meðal annars:
 

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ kennir sig við umhverfi og auðlindir. Leitast er við að starfsemi og rekstur skólans sé eins umhverfisvænn og kostur er. Í skólanum er lögð áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda og starfsmanna og auka ábyrgðartilfinningu þeirra fyrir bæði sínu nánasta umhverfi og umhverfinu á hnattvísu.

Markmið samgöngustefnu:
Markmið samgöngustefnu FMOS er að hvetja starfsfólk og nemendur til að nota vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Skólinn vill leggja sitt af mörkum til að bæta heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks, umhverfi og skólabrag. Skólinn vill sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur og skilning þess á mikilvægi umhverfisverndar.

Leiðir til að ná markmiðunum:
  • Starfsmenn sem ferðast í a.m.k. 80% tilvika (fjóra daga í viku) til og frá vinnu á vistvænan hátt eiga rétt á stuðningi frá FMOS. Styrkurinn felst í því að FMOS styrkir starfsfólk um 40.000 kr. á ári ef það að jafnaði hjólar, gengur í og úr vinnu eða notar almenningssamgöngur.
  • Ef starfsmenn sem nýta sér vistvænan ferðamáta þurfa óvænt að ferðast í einkaerindum á vinnutíma, t.d. vegna veikinda barna, mun FMOS endurgreiða viðkomandi leigubílakostnað.
  • Þegar pantaðir eru leigubílar, bílaleigubílar eða hópferðabílar á vegum skólans skal óskað eftir vistvænum bílum.
  • Skólinn mun standa fyrir fræðslu einu sinni á ári í því skyni að efla vitund starfsfólks og nemenda um vistvænar samgöngur. Allir nemendur skólans fá fræðslu um vistvænar samgöngur í umhverfisfræðiáfanga (UMHV2UN05 – umhverfisfræði fyrir alla).
  • Upplýsingar verða í anddyri skólans um vistvæna valkosti og um göngu- og hjólaleiðir í nágrenninu.
  • Nemendum er veitt ein eining fyrir það að velja að jafnaði vistvænan ferðamáta (með strætó, gangandi eða hjólandi) til að koma í og úr skóla. Miðað er við að notaður sé vistvænn ferðamáti að minnsta kosti 3 af hverjum 5 dögum (LÝÐH1HU01 - Hreyfing utan skóla)
  • Við skólann eru stæði fyrir reiðhjól og eru þau ætluð bæði nemendum og starfsfólki. Í byggingunni er sturtuaðstaða fyrir starfsmenn. Fyrir nemendur er aðstaða til að hengja upp útiföt.
  • Landslags- og lýsingarhönnun á lóð miðast við að skapa öryggistilfinningu hjá notendum og hvetja til göngu og hjólreiða.
  • Skólinn mun í samvinnu við birgja leita leiða til að lágmarka umhverfisáhrif vegna vöruflutninga til og frá skólanum.
  • Skólinn hvetur nemendur til að sameinast í bíla, kjósi þeir að koma á bíl í skólann.

 

Síðast breytt: 10. mars 2023