LÝÐH1HU01 - Hreyfing utan skóla

Hreyfing utan skóla

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: 2e í íþróttum
Þessi áfangi er fyrir nemendur sem eru búnir með eitt ár í framhaldsskóla og kjósa að stunda hreyfingu utan skólatíma (ræktin, hjóla, ganga, hlaupa, dans, skíði eða önnur sambærileg hreyfing).

Þekkingarviðmið

  • hversu mikilvæg góð heilsa er fyrir framtíðina
  • hvað reglubundin hreyfing er góð forvörn fyrir ýmsa andlega og líkamlega sjúkdóma
  • mikilvægi úthalds-, styrktar- og liðleikaþjálfunar.

Leikniviðmið

  • auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sem henta hverjum og einum.
  • reikna út æfingarpúls fyrir brennslu- og/eða þolþjálfun
  • mæla þol, styrk og liðleika.

Hæfnisviðmið

  • nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu
  • viðhalda og/eða bæta líkamlega heilsu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is