Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra. Náms- og starfsráðgjafi Framhaldsskólans í Mosfellsbæ er Svanhildur Svavarsdóttir og er skrifstofa hennar á 1. hæð. Þjónustan er fyrir ALLA nemendur skólans og miðar að því að vera fyrirbyggjandi, græðandi, fræðandi og þroskandi.

Ráðgjafinn veitir nemendum aðstoð og stuðning í námi s.s. veitir upplýsingar og fræðslu um nám og störf, sinnir kennslu um hagnýtar námsaðferðir, aðstoðar við að finna úrræði vegna námserfiðleika, hjálpar nemendum að átta sig á áhugasviðum sínum, styrkleikum og námsstíl. Ráðgjöfin miðar að því að efla færni nemenda til að finna sínar eigin leiðir og lausnir á þeim verkefnum sem þeir standa frammi fyrir hverju sinni.

Einnig veitir náms- og starfsráðgjafi skólans nemendum og öðrum sem til hans leita upplýsingar og fræðslu um starfshætti skólans, skólareglur, kennsluhætti og námsmat.

Náms- og starfsráðgjafi skólans er bundinn trúnaði við þá sem til hans leita og starfar skv. siðareglum fagstéttarinnar þar sem áherslan er á manngildi og virðingu, sjálfræði, heill og velferð ráðþega.

Þú getur bókað tíma með því að líta við á skrifstofunni á 1. hæð, hringja í 412-8500, bóka í gegnum Innu eða með því að senda tölvupóst á svanhildur@fmos.is Námsráðgjöf FMOS er á facebook.

Opnunartímar:

  • Mánudagar og þriðjudagar: 8:30-15:45
  • Miðvikudagar: 8:30-12:00
  • Fimmtudagar: 8:30-15:45
  • Föstudagar: 08:30-14:00

Myndbönd um náms- og starfsráðgjöf:

 

Síðast breytt: 9. ágúst 2021