Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra. Náms- og starfsráðgjafar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ eru Svanhildur Svavarsdóttir og Jóhann Aðalsteinn Árnason. Þjónustan er fyrir ALLA nemendur skólans og miðar að því að vera fyrirbyggjandi, græðandi, fræðandi og þroskandi.

Ráðgjafinn veitir nemendum aðstoð og stuðning í námi s.s. veitir upplýsingar og fræðslu um nám og störf, sinnir kennslu um hagnýtar námsaðferðir, aðstoðar við að finna úrræði vegna námserfiðleika, hjálpar nemendum að átta sig á áhugasviðum sínum, styrkleikum og námsstíl. Ráðgjöfin miðar að því að efla færni nemenda til að finna sínar eigin leiðir og lausnir á þeim verkefnum sem þeir standa frammi fyrir hverju sinni.

Einnig veita náms- og starfsráðgjafar skólans nemendum og öðrum sem til þeirra leita upplýsingar og fræðslu um starfshætti skólans, skólareglur, kennsluhætti og námsmat.

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn trúnaði við þá sem til hans leita og starfar hann skv. siðareglum fagstéttarinnar þar sem áherslan er á manngildi og virðingu, sjálfræði, heill og velferð ráðþega.

Þú getur bókað tíma með því að líta við á skrifstofunni á 1. hæð, hringja í 412-8500, bóka í gegnum Innu eða með því að senda tölvupóst á Svanhildi eða Aðalstein

Námsráðgjöf FMOS er á facebook.

Opnunartímar:

Svanhildur:

  • Mánudaga: kl. 8:30 – 15:45
  • Þriðjudaga: kl. 8:30 – 15:45
  • Miðvikudaga: kl. 8:30 – 15:45
  • Fimmtudaga: kl. 8:30 – 15:45
  • Föstudaga: kl. 8:30 – 14:00

 

Aðalsteinn:

  • Mánudaga: 14:00 - 15:45
  • Þriðjudaga: 14:00 - 15:45
  • Miðvikudaga: 14:00 - 15:45
  • Fimmtudaga a frá kl. 14:00 - 15:45

 

Náms- og starfsfræðsla:

 

 

Síðast breytt: 1. september 2023