Jafnréttisáætlun

Gildistími 2024-2027

Jafnréttisfulltrúi skólans er: Vibeke Svala Kristinsdóttir

Jafnréttisáætlun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ er ætlað að stuðla að jafnri stöðu kynjanna innan skólans og vinna gegn misrétti. Skólinn leggur áherslu á að allir innan skólasamfélagsins fái notið hæfileika sinna til fulls og hvers kyns mismunun er ekki liðin. Jafnréttisáætlunin er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Til þess að framfylgja áætluninni rýna jafnréttisfulltrúi og skólameistari áætlunina í lok hvers árs.

Jafnréttisáætlunin er tvískipt og skiptist í skólann sem vinnustað og svo skólann sem menntastofnun.

Skólinn sem vinnustaður:

Launajafnrétti

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Gæta þess að allir fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf óháð kyni.

Árleg greining á launasetningu starfsfólks skólans. Vinnuskýrslur eru birtar starfsfólki í upphafi annar þar sem launasetning er tilgreind. Laun leiðrétt ef óútskýranlegur munur kemur fram. Til þess að tryggja þetta starfar skólinn eftir vottuðu jafnlaunakerfi. Síðasta vottunarútekt var framkvæmd í byrjun árs 2023.

Skólameistari.

Í byrjun árs fyrir árið á undan (launagreining, sbr. VLR-05 Launagreining).

Jafnlaunakerfi er rýnt árlega í innri útekt og með viðhaldsútekt ytri aðila. Vottunarútekt jafnlaunakerfis er framkvæmt á þriggja ára fresti, síðast 2023.

 

Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Störf hjá skólanum skulu standa öllum opin óháð kyni.

Samantekt á kynjahlutföllum í öllum starfshópum ásamt yfirliti yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar. Niðurstöður eru kynntar á kennarafundi þegar þær liggja fyrir. Ef niðurstöður leiða í ljós ólíka ásókn kynjanna í auglýst störf er ástæða þess rýnd og verklag við úthlutun starfa endurskoðuð ef ástæða er til.

Skólameistari/ aðstoðarskólameistari.

Í byrjun árs fyrir árið á undan (launagreining, sbr. VLR-05 Launagreining).

Tryggja að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllum, óháð kyni.

Möguleikar í endurmenntun og símenntun eru reglulega kynntir fyrir starfsfólki. Tryggt er að fólk hafi tækifæri til þess að sinna endurmenntun. Regluleg athugun á sókn kennara í sambærilegum störfum í endurmenntunar-námskeið og í starfsþjálfun. Ef niðurstöður leiða í ljós ólíka ásókn kynjanna í endurmenntun er ástæða þess rýnd og leitað leiða til þess að greiða leið þess kyns sem hallar á í þessu tilliti. 

Skólameistari/ aðstoðarskólameistari.

Í lok skólaárs.

 

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Koma á kerfi sveigjanlegs og fyrirsjáanlegs vinnutíma ásamt því að minna á mikilvægi þess að samhæfa fjölskyldu- og atvinnulíf.

Kynna kerfi sveigjanlegs vinnutíma og stefnu skólans hvað varðar samhæfingu fjölskyldu- og atvinnulífs.

Skólameistari/ aðstoðarskólameistari.

Kynning í nóvember og apríl (á hverri önn).

 

Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðin í skólanum. Því eru fyrirbyggjandi aðgerðir og fyrir fram ákveðin viðbrögð nauðsynleg.

Fræðsla um einelti og kynferðislega áreitni fyrir starfsfólk og nemendur.

Skólameistari/ aðstoðarskólameistari/öryggistrúnaðarmaður.

Kynning á áætlunum í upphafi skólaárs. Fræðsla um Ekko mál einu sinni á ári að jafnaði.

Skólinn sem menntastofnun:

Menntun og skólastarf

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólanum skal gæta kynjasamþættingar.

Starfsfólk fái fræðslu í samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða.

Skólameistari/ jafnréttisfulltrúi.

Einu sinni á ári að jafnaði.

Nemendur hljóti fræðslu um jafnréttismál þar sem þeir eru undirbúnir undir jafna þátttöku í samfélaginu.

Jafnréttisfræðsla verði samþætt námsgreinum og sýnileg í kennslu þar sem þetta er lögbundið í aðalnámskrá. 

Reglulega verður sýnileiki jafnréttisfræðslu kannaður í öllum áföngum skólans.

Skólameistari/ kennarar Í upphafi annar.
Kennslu- og námsgögn skólans mismuni ekki kynjunum. Við val á námsefni sé jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi.  Skólameistari/ áfangastjóri / kennarar Í upphafi annar.

Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf varðandi nám og störf óháð kyni.

Unnin verði heildstæð náms- og starfsráðgjafaráætlun þar sem áhersla er lögð á jafnrétti kynjanna.

Náms- og starfsráðgjafi

Skólaárið 2022 – 2023.

 

Eftirfylgni

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Jafnréttisáætlunin á að vera í sífelldri þróun eins og önnur stefnumótun.

Reglulega er lögð fyrir viðhorfskönnun til að athuga hvort það þarf að breyta áætluninn.

Skólameistari/ jafnréttisfulltrúi/ sjálfsmatshópur.

Í lok skólaárs.

Jafnréttisfulltrúar og sjálfsmatshópur fylgja því eftir að unnið sé samkvæmt jafnréttisáætlun skólans. Undir lok annars hvers almanaksárs er staða aðgerða samkvæmt áætluninni metin. Hópurinn og jafnréttisfulltrúar gera skólameistara og öðrum stjórnendum og kennurum á kennarafundi grein fyrir stöðunni í janúar eftir endurskoðun.

Jafnréttisáætlun er endurskoðuð árlega og næsta endurskoðun fer fram í nóvember 2024. Áætlunin var samþykkt 26. febrúar.

Síðast breytt: 8. febrúar 2024