Umhverfis- og loftslagsstefna

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (FMOS) kennir sig við umhverfi og auðlindir. Fram til 2030 mun skólinn draga úr losun sinni á  CO2 samtals um 40% miðað við árið 2014 vegna:

  • ferða starfsmanna til og frá vinnu með stuðningi við vistvænar samgöngur
  • skólaferða
  • úrgangs með minni sóun og aukinni flokkun
  • orkunotkunar með orkusparnaðaraðgerðum
  • máltíða í mötuneyti
  • flugferða erlendis og innanlands með áherslu á fjarfundi og breytt vinnulag


Framtíðarsýn
FMOS ætlar að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Skólinn tryggir að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hans sé fylgt og vinnur að stöðugum umbótum á umhverfisstarfi skólans.

Yfirmarkmið
Leitast er við að starfsemi og rekstur skólans sé eins umhverfisvænn og kostur er. Í skólanum er lögð áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda og starfsmanna og auka ábyrgðartilfinningu þeirra fyrir bæði sínu nánasta umhverfi og umhverfinu á hnattvísu.


Umfang

  • Umhverfisnefnd starfar innan skólans. Nefndin er skipuð fulltrúum nemenda, kennara, skólastjórnenda og annarra starfsmanna skólans. Nefndin kemur með tillögur að úrbótum í umhverfismálum skólans.
  • Umhverfisfræði er skylduáfangi fyrir alla nemendur skólans. Í áfanganum kynnast nemendur umhverfismálum í víðu samhengi en fá jafnframt tækifæri til að kynna sér nánar málefni innan umhverfisfræðinnar sem þeir hafa mestan áhuga á. Auk þess eru valáfangar í umhverfisfræði á þriðja þrepi í boði.
  • Kennarar og aðrir starfsmenn fá stuðning til að sækja námskeið og ráðstefnur sem lúta að menntun til sjálfbærni, bæði til eflingar kennslu og í þágu umhverfisvænni starfshátta skólans.
  • Verkefni og námsefni eru að mestu leyti á rafrænu formi. Starfsmenn eru meðvitaðir um að prenta út eins lítið og unnt er og prenta báðum megin á blöðin þegar það er hægt.
  • Sorpflokkunartunnur eru um allan skólann.
  • Tekið er tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup.

Stefnan tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem unnt er að fylgjast með og mæla hverju sinni:
Samgöngur

  • Losun GHL vegna flugferða starfsmanna.
  • Fjöldi samgöngusaminga sem stofnunin gerir við starfsmenn

Orkunotkun

  • Rafmagnsnotkun í skólabyggingunni.
  • Heitavatnsnotkun í skólabyggingunni.

Úrgangur

  • Losun GHL vegna lífræns úrgangs sem fellur til í skólahúsnæði.
  • Losun GHL vegna blandaðs úrgangs sem fellur til í skólahúsnæði.
  • Heildarmagn úrgangs sem fellur til í skólahúsnæði.
  • Magn útprentaðs skrifstofupappírs í skólahúsnæði.

Innkaup

  • Magn skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir.
  • Hlutfall umhverfisvottaðs skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir.
  • Einungis er skipt við umhverfisvottaðar prentsmiðjur.

Mötuneyti

  • Boðið er upp á minni matarskammta fyrir nemendur og starfsfólk.
  • Áhersla er lögð á grænmetis og veganrétti fyrir nemendur og starfsfólk.
  • Starfsfólki býðst að kaupa afganga í lok dags.
  • Margnota borðbúnaður er notaður dagsdaglega, þ.e. diskar, hnífapör og glös.
  • Lífrænum úrgangi er safnað, í mötuneyti, kennslueldhúsi og á kaffistofu starfsfólks.
  • Boðið er upp á lífrænt ræktaðar/siðgæðisvottaðar matvörur á fundum/sérstökum viðburðum skólans þegar því verður við komið.
  • Matvæli eru keypt í stórum einingum þegar það er hægt til að minnka magn umbúða sem þarf að farga.

Efnanotkun og ræstiþjónusta

  • Umhverfisvæn efni eru notuð við ræstingar í skólanum og einungis er skipt við fyrirtæki sem eru með Svansvottun.


Áherslur í umhverfis- og loftslagsmálum

  • Að áherslur skólans á umhverfi og auðlindir endurspeglist í öllum námsgreinum.
  • Að nemendum verði gefinn kostur á að taka virkan þátt í að móta og framkvæma stefnu skólans í umhverfismálum. Þetta verður m.a. gert með því að bjóða nemendum að vinna að þessum málaflokki innan framhaldsáfanga í umhverfisfræði.
  • Við skiptum einungis við umhverfisvottaðar prentsmiðjur.
  • Fylgjum Grænum skrefum.
  • Kynnum okkur tæknilegar lausnir sem auðvelda umhverfisstarf.


Eftirfylgni
Frá og með 1. apríl 2021 heldur FMOS Grænt bókhald þar sem teknir eru saman þýðingarmestu umhverfisþættir í starfseminni. Niðurstöður bókhaldsins eru notaðar til að móta stefnu og aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum.
Fyrir 1. apríl ár hvert er Grænt bókhald fyrra árs tekið saman og því skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar. Fjármálastjóri sér um að taka bókhaldið saman. Umhverfis- og loftslagsstefnan er rýnd árlega af umhverfisnefnd og áherslur, markmið og aðgerðaráætlun uppfærð þegar niðurstöður Græns bókhalds liggja fyrir. Allar uppfærslur verða lagðar fyrir stjórnendur skólans til samþykktar.
Niðurstöðum Græns bókhalds og árangri umhverfis- og loftslagsstefnu er miðlað til samfélagsins á vef skólans. Einnig birtast niðurstöður Græns bókhalds á heimasíðu Grænna skrefa ásamt niðurstöðum annarra ríkisstofnana.

Loftslagsmarkmið Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
40% samdráttur á losun gróðurhúsalofttegunda

  • Akstur 10%
  • Flug 10%
  • Úrgangur 55%
  • Rafmagn 20%

Síðast breytt: 28. apríl  2022