Verkefnadagar 1.-12. desember

Verkefnadagar hefjast fimmtudaginn 1. desember en þá verður stundataflan stokkuð upp. Búið er að uppfæra breytt skipulag á stundatöflu í Innu. Síðasti verkefnadagurinn verður mánudaginn 12. desember og er jafnframt síðasti kennsludagur haustannar.

Komum út í körfu!

FMOS hefur loksins eignast sitt eigið körfuboltaspjald.

Föstudagspistill Valla 25. nóv

Föstudagspistillinn 18.11

Föstudagur og nú styttist heldur betur í annan endann á önninni. Það má segja að þetta hafi verið síðasti hefðbundni föstudagur annarinnar. Næsta föstudag er dimmisjón hjá útskriftarnemum og svo byrja verkefnadagar 1. des. Þá breytist stundataflan og nemendur eru í lengri lotum í hverju fagi síðustu tvær vikur annarinnar.

Föstudagspistill Valla 11.11.22

Dagur einhleypra eða singles day, 11.11.22. Í huga margra kannski enn einn dagurinn til að fá fólk til að kaupa einhvern óþarfa en óneitanlega lítur dagurinn fallega út á prenti og veitir mörgum þráhyggjueinstaklingum hugarró.

Föstudagspistill Valla

Sæl öll og gleðilegan sólríkan föstudag. Ég hef bara aldrei tekið eftir því áður en það er alltaf gott veður á föstudögum. Dásamlegt!

Syndum saman í nóvember

Syndum er landsátak í sundi og stendur yfir allan nóvember. Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið!