Páskafrí

Páskafrí stendur yfir dagana 25. mars til 2. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 3. apríl. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga.

Valtímabilið 18.-22. mars

Valtímabilinu lýkur föstudaginn 22. mars og nú fer hver að verða síðastur að gera athugasemd við þá áfanga sem skráðir voru á námsferilinn í Innu fyrir haustönn 2024. Hægt er að leita til umsjónarkennara, náms- og starfsráðgjafa, áfangastjóra og aðstoðarskólameistara eftir aðstoð við að gera breytingar.

Opið hús 12. mars

Opið hús fyrir grunnskólanemendur, foreldra og forráðamenn verður í FMOS þriðjudaginn 12. mars kl. 16:30-18:00.

Þemadagur 7. mars

Fimmtudaginn 7. mars var þemadagur í FMOS. Í þetta sinn var matarþema og dagana á undan skráðu nemendur sig á smiðjur eftir áhugasviði hvers og eins.