Valtímabilið 18.-22. mars

Valtímabilinu lýkur föstudaginn 22. mars og nú fer hver að verða síðastur að gera athugasemd við þá áfanga sem skráðir voru á námsferilinn í Innu fyrir haustönn 2024. Hægt er að leita til umsjónarkennara, náms- og starfsráðgjafa, áfangastjóra og aðstoðarskólameistara eftir aðstoð við að gera breytingar. Þeir sem stefna á að útskrifast í desember verða að skoða þetta vel.