19.08.2025
Þeir nemendur sem stefna á útskrift í desember en eru EKKI búnir að skrá sig þurfa að ganga frá því sem fyrst. Kíkið við hjá Ingu Þóru áfangastjóra í síðasta lagi þriðjudaginn 26. ágúst. Skrifstofan hennar er í íslenskuklasa á 2. hæð, það er líka hægt að senda tölvupóst á ingathora@fmos.is
18.08.2025
Kynning fyrir nýnema (árg. 2009) verður mánudaginn 18. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Þriðjudaginn 19. ágúst verða nemendur boðnir velkomnir á sal skólans kl. 8:30 og að henni lokinni hefst kennsla skv. stundatöflu.
14.08.2025
Í gær fengu nýnemar póst með upplýsingum um notandanafn og lykilorð ásamt leiðbeiningum um hvernig á að komst inn í tölvukerfið. Smelltu á fréttina til að lesa póstinn.
12.08.2025
Nýnemakynning verður 18. ágúst kl. 10-12.
Fyrsti kennsludagur er 19. ágúst og hefst kl. 8:30
07.08.2025
Mánudaginn 11. ágúst geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir haustönn 2025, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 11.-15. ágúst.
05.08.2025
Við erum komin aftur til starfa eftir sumarfrí. Smelltu á fréttina til að sjá opnunartíma skrifstofunnar.
23.06.2025
Sumarlokun skrifstofunnar er frá og með mánudeginum 23. júní. Við opnum aftur þriðjudaginn 5. ágúst, kl. 10.
30.05.2025
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 28. maí við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Bjarkarholt 35 í Mosfellsbæ.
23.05.2025
Í dag, föstudaginn 23. maí kl. 11-13, er verkefnasýning þar sem nemendur geta komið í skólann og skoðað verkefni sín og útreikninga á lokaeinkunnum.
19.05.2025
Nemendur af íslenskubrautum Kvennaskólans í Reykjavík og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ komu saman dagana 15. og 16. maí ásamt nokkrum nemendum af öðrum brautum Kvennó. Nemendur tóku þátt í fræðandi og skemmtilegri dagskrá undir yfirskriftinni Byggjum brýr.