17.05.2022
Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda.
25.04.2022
Búið er að opna fyrir umsóknir þeirra sem útskrifast úr 10. bekk í vor (2022). Innritunartímabilinu lýkur á miðnætti 10. júní n.k. Einkunnir flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. Sótt er um með rafrænum skilríkjum í gegnum vef Menntamálastofnunar.
08.03.2022
Ákveðið hefur verið að framlengja innritun eldri nemenda (fæddir 2005 og fyrr) til 10. júní vegna náms á haustönn 2022. Sótt er um í gegnum vef menntamálastofnunar með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
18.05.2022
Miðvikudaginn 25. maí kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 24 nemendur að útskrifast að þessu sinni. Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um tímasetningar og fyrirkomulag.
12.05.2022
Þann 7. maí síðastliðinn fóru fimm hressir kennarar úr FMOS á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind Íslands. Lagt var af stað klukkan 6 um morguninn og tók gangan í allt um 13 tíma.
03.05.2022
Það er gaman að segja frá því að í dag, þriðjudaginn 3. maí, fengum við hóp af norrænum skólastjórnendum í heimsókn. Dagskrá hópsins var ansi þétt og hófst kl. 9 með því að...
29.04.2022
Í áfanganum Framandi matarhefðir, „ferðast“ nemendur í kringum hnöttinn og taka fyrir eitt land í hverri viku.
28.04.2022
Verkefnadagar hefjast fimmtudaginn 5. maí og þeim lýkur mánudaginn 16. maí. Búið er að uppfæra breytt skipulag á stundatöflu í Innu.
27.04.2022
Föstudaginn 29. apríl n.k. er dimmisjón hjá útskriftarnemum FMOS. Dagurinn hefst með dýrindis morgunverði à la Inga Rósa þar sem útskriftarnemar eiga notalega stund með kennurum og starfsfólki. Hvað hópurinn gerir í framhaldi af því er enn á huldu en dagurinn er þeirra!
20.04.2022
Fimmtudaginn 21. apríl er sumardagurinn fyrsti. Þann dag fellur öll kennsla niður