KLAPP leiðbeiningar

KLAPP er nýtt rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og er á næstu vikum að taka við af strætó appinu.

Föstudagspistill Valla

Föstudagur, frábært veður og engir tímar. Vonandi nutu nemendur veðurblíðunnar í dag á meðan kennarar unnu í námsmati.

Svefn er gulls ígildi

FMOS og Félagsmiðstöðin Ból í samvinnu við ÍSÍ #beactive bjóða foreldrum og öllum sem vilja á fyrirlestur með Dr. Erlu Björnsdóttur, stofnanda Betri svefns, þriðjudaginn 11. október kl. 19:30 í FMOS.

Valtorg þriðjudaginn 11. október

Valtímabilið hefst með valtorgi kl. 10:30 (verkefnatími) í matsalnum þriðjudaginn 11. október. Á valtorgi kynna kennararnir áfangana sína og hægt er að spyrja nánar út í þá.

Föstudagspistill Valla

Það er kominn föstudagur, fimmti föstudagur septembermánaðar og fimmti föstudagspistillinn. Þetta gerist bara einu sinni á 200 ára fresti! Nei bara grín, þetta gerist að meðaltali fjórum sinnum á ári svo öfugt við það sem Facebook er stundum að segja okkur þá er þetta bara alls ekkert merkilegt.

Föstudagspistill Valla

Það er kominn föstudagur og þó að veðrið sé yndislegt núna er veðurstofan eitthvað að tala um gular viðvaranir. Ég mæli því með því að þið geymið lærdóm (nemendur) og verkefnayfirferð/ kennsluundirbúning (kennarar) þangað til á sunnudag þegar veðrið á að vera ömurlegt.

#Beactive

Íþróttavika Evrópu #Beactive er haldin vikuna 23.-30. september ár hvert. Markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu.

Föstudagspistill Valla

Það er að koma helgi og það þýðir bara eitt, nýr föstudagspistill (reyndar þýðir það örugglega margt fleira)

Föstudagspistill Valla

Það er kominn föstudagur einu sinni enn og önnur viðburðarrík vika að baki. Það er heldur haustlegra að líta út um gluggann en í síðustu viku en það er þó bjart yfir okkur hér inni eins og alltaf.

Foreldrafundur

Miðvikudaginn 14. september kl. 17:00 er foreldrum og forráðamönnum yngstu nemenda skólans (fd. 2006 og 2005) boðið að koma og hitta umsjónarkennara barna sinna.