14.04.2023
Útskriftarnemendur í FMOS voru í hlutverki umræðustjóra á barna- og ungmennaþingi Mosfellsbæjar sem haldið var í Hlégarði í gær.
12.04.2023
Á haustönn 2022 unnu enskukennararnir Björk og Helena María, ásamt Þorbjörgu Lilju íslenskukennara, að starfendarannsókn sem bar heitið Leiðsagnarnám og markviss úrvinnsla nemenda.
31.03.2023
Páskafrí hefst mánudaginn 3. apríl og við mætum aftur í skólann miðvikudaginn 12. apríl. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga.
Gleðilega páska!
27.03.2023
Þriðjudaginn 28. mars er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.
16.03.2023
Opið hús fyrir grunnskólanemendur, foreldra og forráðamenn verður í FMOS miðvikudaginn 22. mars kl. 16:30-18:00.
28.02.2023
Valtímabilið hefst þriðjudaginn 7. mars og er opið í viku, til þriðjudagsins 14. mars. Við hefjum tímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30 en þá munu kennarar kynna áfangana sína.
28.02.2023
Ekki missa af háskóladeginum á laugardaginn
21.02.2023
Miðvikudaginn 22. febrúar er endurskilsdagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.
24.01.2023
Innritun fyrir haustið 2023 verður með sama sniði og síðasta ár þ.e. ekki verður sérstakt forinnritunartímabil en tímabil innritunar verður lengra. Innritunin er rafæn og sótt er um í gegnum vef menntamálastofnunar. Hlekki og dagsetningar innritunar má finna með því að opna fréttina og lesa áfram.
23.01.2023
Gleðilegan bóndadag!
Þorrinn byrjar með látum og ég er að vona að þetta verði ekki einkennandi fyrir föstudaga vorannar.