Jólamatur

Í hádeginu á miðvikudaginn, 6. desember, verður blásið til jólaveislu à la Inga Rósa. Við gerum matsalinn jólalegan með rauðum dúkum, kertum og servíettum, arineldi (á tjaldinu) og jólatónlist. Nemendur geta keypt jólamatarmiða hjá Ingu Lilju í Upplýsingamiðstöðinni eða komið með matarmiða og skipt út.