Innritun á sérnámsbraut opin

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérnámsbraut vegna náms á haustönn 2022. Sótt er um í gegnum vef Menntamálastofnunar. Innritun stendur yfir dagana 1.-28. febrúar.

Tölvur tættar í sundur

Nú nýlega fengu nemendur í áfanganum, Inngangur að forritun, að skyggnast inn í borðtölvur sem þeir tóku í sundur til að sjá og meðhöndla þá hluti sem tölvan er byggð á, s.s. vinnsluminni og örgjörva. Smelltu á fréttina til að lesa meira.

Úrsögn úr áfanga - vorönn 2022

Þeir sem óska eftir að segja sig úr áfanga eru beðnir um að snúa sér til stjórnenda skólans eða náms- og starfsráðgjafa. Eftir 27. janúar hafa nemendur ekki leyfi til að hætta í áfanga og hafa skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. 

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2022

Innritun fyrir haustið 2022 verður með nokkuð breyttu sniði miðað við fyrri ár. Búið er að fella niður sérstakt forinnritunartímabil en lengja þess í stað tímabil innritunar nýnema. Dagsetningar innritunar má finna með því að smella hér.

Föstudagspistlar

Á vorönn 2022 ætlum við að birta föstudagspistla hér á vef skólans. Markmiðið er að fjalla um allt sem okkur dettur í hug varðandi okkar góða skólastarf. Hér kemur fyrsti pistillinn.

Skráning í útskrift

Þeir nemendur sem stefna á útskrift í maí þurfa að skrá sig hjá Guðrúnu skólameistara í síðasta lagi föstudaginn 14. janúar. Skráning fer fram með því að koma við á skrifstofunni eða senda tölvupóst á gudrun@fmos.is Mikilvægt er að allir nemendur sem ætla að útskrifast séu skráðir sem útskriftarnemar í Innu.

Lokað fyrir töflubreytingar

Búið er að loka fyrir töflubreytingar. Hægt er að segja sig úr áfanga til 27. janúar, eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. 

Upphaf vorannar 2022

Skólastarf í FMOS hefst föstudaginn 7. janúar n.k. kl. 8:30 samkvæmt stundaskrá. Mikilvægt er að allir passi upp á persónulegar sóttvarnir; þvo og spritta hendur, virða eins metra regluna og muna að það er grímuskylda í skólanum. Það er mikilvægt að nemendur komi ekki í skólann ef þeir eru með einkenni Covid heldur fari strax í sýnatöku.

Stundatöflur og töflubreytingar

Mánudaginn 3. janúar geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir vorönn 2022, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 3.-7. janúar.