Tölvur tættar í sundur

Nú nýlega fengu nemendur í áfanganum, Inngangur að forritun, að skyggnast inn í borðtölvur sem þeir tóku í sundur til að sjá og meðhöndla þá hluti sem tölvan er byggð á, s.s. vinnsluminni og örgjörva. Nemendur í áfanganum læra einnig að forrita í tungumálunum Java og C#. Ennfremur verður fjórða iðnbyltingin tekin fyrir og grúskað í tölvueikjahönnun.