Brautskráning 18. desember 2020

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 18. desember sl. við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Vegna sóttvarna- og fjöldatakmarkana var útskriftarefnum skipt í tvo hópa með hvor sína athöfnina sem var streymt á Facebook síðu skólans. Aðstandendur og kennarar skólans gátu því fylgst með athöfnunum í beinni útsendingu.

Útskriftarhátíð 18. desember - krækja á streymið

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fer fram á morgun, föstudaginn 18. desember, og verður athöfninni streymt svo aðstandendur og aðrir áhugasamir geti fylgst með.