Brautskráning 18. desember 2020

Að þessu sinni var þrjátíu og einn nemandi brautskráður. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir fimm nemendur og tveir af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut voru brautskráðir tuttugu og fjórir nemendur, þar af voru 15 af almennu kjörsviði, einn af hestakjörsviði og einn af íþrótta- og lýðheilsukjörsviði.

Sú hefð hefur skapast að Mosfellsbær veiti viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og var það Emese Erzsebet Jozsa sem hlaut þá viðurkenningu að þessu sinni. Hún fékk einnig viðurkenningu fyrir bestan árangur í ensku og spænsku. Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í listgreinum, Arna Haraldsdóttir fyrir góðan árangur í dönsku og Birna Kristín Hilmarsdóttir fyrir góðan árangur í umhverfisfræði. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í kvikmyndafræði fékk Gunnar Helgi Björnsson. Margrét Rós Vilhjálmsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku og sögu, Rán Ægisdóttir fyrir góðan árangur í heimspeki og Sigurbjörg Sara Finnsdóttir fyrir góðan árangur í uppeldisfræði. Ragna Katrín Björgvinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélags.