Útskriftarhátíð FMOS

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 18. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Að þessu sinni voru nítján nemendur brautskráðir.

Jólafrí

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með mánudeginum 20. desember. Við opnum aftur mánudaginn 3. janúar 2022 kl. 10. Fyrsti kennsludagur vorannar verður föstudaginn 7. janúar.

Útskriftarhátíð 18. desember

Laugardaginn 18. desember kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 19 nemendur að útskrifast að þessu sinni. Útskriftarnemum er heimilt að bjóða gestum og verða allir sem mæta að sýna fram á gilt hraðpróf (ekki eldra en 48 klst. við komu) við innganginn.

Brons á Evrópumeistaramóti í fimleikum

Um síðustu helgi var einn af nemendum okkar hér í FMOS, Eyþór Örn Þorsteinsson, í Portúgal þar sem hann keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu í fimleikum. Hann keppti í blönduðum unglingaflokki en hópurinn vann til bronsverðlauna á mótinu. Við óskum Eyþóri og félögum hans í unglingalandsliðum Íslands innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur.

FMOS UNESCO skóli

Það er ánægjulegt að segja frá því að 15. október 2021 varð FMOS formlega viðurkenndur sem UNESCO skóli. Þetta þýðir að skólinn skuldbindur sig til að halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum og skila árlega til Félags Sameinuðu þjóðanna yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins.

Verkefnadagar 1.-10. desember

Verkefnadagar hefjast miðvikudaginn 1. desember en þá verður stundataflan stokkuð upp. Stundatafla verkefnadaga er komin inn í Innu. Síðasti verkefnadagurinn verður föstudaginn 10. desember sem er jafnframt síðasti kennsludagur haustannar.

Veggjalist í FMOS

Það er gaman að segja frá því að í nýjasta tölublaði Mosfellings (13. tbl. 2021) birtist grein um nýjan myndlistar áfanga í FMOS, MYNL2VL03, þar sem megin viðfangsefnið er veggjalist.

Nýjar sóttvarnarreglur

Nýjar sóttvarnarreglur breyta engu í kennslunni hjá okkur og við getum haldið áfram að kenna í skólanum. Nemendur eru beðnir um að nota alla inngangana í skólann eftir því á hvaða hæð þeir eiga að vera í kennslu; á 1. hæð, 2. hæð eða 3. hæð.

KLAPP rafrænt greiðslukerfi Strætó

KLAPP er nýtt rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almenningssamgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjaldið er greitt í vagninum.

Setjum upp grímuna