Brons á Evrópumeistaramóti í fimleikum

Um síðustu helgi var einn af nemendum okkar hér í FMOS, Eyþór Örn Þorsteinsson, í Portúgal þar sem hann keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu í fimleikum. Hann keppti í blönduðum unglingaflokki en hópurinn vann til bronsverðlauna á mótinu.

Við óskum Eyþóri og félögum hans í unglingalandsliðum Íslands innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur.