Útskriftarhátíð FMOS

Útskriftarnemar 18. desember 2021
Útskriftarnemar 18. desember 2021

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 18. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.

Að þessu sinni voru nítján nemendur brautskráðir. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir þrír nemendur og tveir af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut voru brautskráðir fjórtán nemendur þar af voru tveir af hestakjörsviði og einn af listakjörsviði.

Viðurkenningu frá Mosfellsbæ fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Margrét Kristjánsdóttir Wiium en hún fékk einnig viðurkenningu fyrir bestan árangur í myndlist

Viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu fékk Birgitta Dervic og viðurkenningu fyrir góðan árangur í heimspeki fékk Elís Aron Þorsteinsson. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í uppeldisfræði fékk Eva Dögg Árnadóttir og fyrir góðan árangur í umhverfisfræði fékk Íris Arna Úlfarsdóttir viðurkenningu en það var fyrirtækið Terra sem gaf þá viðurkenningu.