Nýjar sóttvarnarreglur

Nýjar sóttvarnarreglur breyta engu í kennslunni hjá okkur og við getum haldið áfram að kenna í skólanum. Nemendur eru beðnir um að nota alla inngangana í skólann eftir því á hvaða hæð þeir eiga að vera í kennslu; á 1. hæð, 2. hæð eða 3. hæð.

Í mötuneytinu verður sú breyting að einungis er hægt á fá samlokur, mjólkurvörur og annað sem hægt er að grípa með sér.

Mikilvægt er að allir passi upp á eigin sóttvarnir, haldi áfram að þvo hendur og spritta, nota grímur og virða 1 metra fjarlægð eins og hægt er.