Útskriftarhátíð 18. desember

Laugardaginn 18. desember kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 19 nemendur að útskrifast að þessu sinni. Útskriftarnemum er heimilt að bjóða gestum og verða allir sem mæta að sýna fram á gilt hraðpróf (ekki eldra en 48 klst. við komu) við innganginn. Spritt og grímur verða við innganginn og allir eru hvattir til að gæta að persónulegum sóttvörnum.

Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um tímasetningar og fyrirkomulag.