FMOS UNESCO skóli

Valgarð Már Jakobsson, stærðfræðikennari, og Vibeke Svala Kristinsdóttir, sálfræðikennari, með viður…
Valgarð Már Jakobsson, stærðfræðikennari, og Vibeke Svala Kristinsdóttir, sálfræðikennari, með viðurkenninguna.

Það er ánægjulegt að segja frá því að 15. október 2021 varð FMOS formlega viðurkenndur sem UNESCO skóli. Að vera UNESCO skóli felur í sér langvarandi samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO, þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverju af fjórum þemum UNESCO skóla: alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða friður og mannréttindi. Skólinn skuldbinda sig því til að:

  • Halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna. Þar er úr ótal dögum að velja svo sem alþjóðadaga: læsis, mannréttinda, hafsins, einhverfu, barnsins, friðar, jarðarinnar og vísinda.
  • Standa árlega fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum sem eiga samhljóm við gildi Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðin. Sýningar af einhverjum tagi á verkefnum tengdum gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum. Viðburðir sem snúa að umhverfisvernd eða loftlagsaðgerðum eða góðgerðar viðburðir.
  • Skila árlega til Félags Sameinuðu þjóðanna yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins.

Á síðustu árum hefur FMOS haldið viðburði í kringum nokkra alþjóðadaga og nú síðast var alþjóðadagur sameinuðu þjóðanna heiðraður í vikunni 18.-24. október sl. Í apríl 2016 voru haldnir heimsleikar þar sem nemendur leystu ýmis verkefni sem tengdust beint eða óbent Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Nánari upplýsingar um UNESCO skólanetið má finna hér.