Setjum upp grímuna

Nú hefur Covid smitum fjölgað aftur í samfélaginu og búið að kynna auknar takmarkanir. Frá og með mánudeginum 8. nóvember er grímuskylda í skólanum. Grímur verða aðgengilegar við inngangana og við minnum á sprittstandana í anddyrinu. Við hvetjum alla til að passa vel upp á persónulegar sóttvarnir, spritta/þvo hendur, nota grímur, þrífa borð og stóla eftir notkun í kennslustundum og mötuneyti.