FMOS UNESCO skóli

Það er ánægjulegt að segja frá því að 15. október 2021 varð FMOS formlega viðurkenndur sem UNESCO skóli. Þetta þýðir að skólinn skuldbindur sig til að halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum og skila árlega til Félags Sameinuðu þjóðanna yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins.

Verkefnadagar 1.-10. desember

Verkefnadagar hefjast miðvikudaginn 1. desember en þá verður stundataflan stokkuð upp. Stundatafla verkefnadaga er komin inn í Innu. Síðasti verkefnadagurinn verður föstudaginn 10. desember sem er jafnframt síðasti kennsludagur haustannar.

Veggjalist í FMOS

Það er gaman að segja frá því að í nýjasta tölublaði Mosfellings (13. tbl. 2021) birtist grein um nýjan myndlistar áfanga í FMOS, MYNL2VL03, þar sem megin viðfangsefnið er veggjalist.

Nýjar sóttvarnarreglur

Nýjar sóttvarnarreglur breyta engu í kennslunni hjá okkur og við getum haldið áfram að kenna í skólanum. Nemendur eru beðnir um að nota alla inngangana í skólann eftir því á hvaða hæð þeir eiga að vera í kennslu; á 1. hæð, 2. hæð eða 3. hæð.

KLAPP rafrænt greiðslukerfi Strætó

KLAPP er nýtt rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almenningssamgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjaldið er greitt í vagninum.

Setjum upp grímuna

Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna 24. október sl.

Í tilefni Alþjóðadags Sameinuðu Þjóðanna þann 24.október síðastliðinn unnu nemendur í dönskuáfanga verkefni, þar sem þau kynntu sér starfsemi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.

Forvarnarvika 1.-5. nóvember

Forvarnarvikan hófst í gær, mánudaginn 1. nóvember og stendur fram á föstudag, 5. nóv. Það verða alls konar skemmtilegar uppákomur í FMOS í tilefni af vikunni.

Frítt í sund í nóvember

Átakið "Syndum" stendur yfir 1.-28. nóvember. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna og er á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands. Mosfellsbær býður nemendum og starfsfólki FMOS frítt í sund á meðan átakið er í gangi.

Október mánuður myndlistar

Í síðustu viku fengu nemendur og kennarar í listnámi góðan gest, en tilefnið var „Mánuður myndlistar“. María Kjartansdóttir myndlistamaður kynnti starf sitt og verkefnavinnu síðustu missera og vakti þannig athygli á möguleikum skapandi greina sem framtíðarstarfs.