Október mánuður myndlistar

Í síðustu viku fengu nemendur og kennarar í listnámi góðan gest, en tilefnið var „Mánuður myndlistar“. María Kjartansdóttir myndlistamaður kynnti starf sitt og verkefnavinnu síðustu missera og vakti þannig athygli á möguleikum skapandi greina sem framtíðarstarfs. Fyrirlesturinn var sérlega áhugaverður en María vinnur að mestu með ljósmyndir, stuttmyndagerð og hljóð-innsetningar ásamt því að vera einn af stofnendum og listrænum stjórnendum fjöllistahópsins Vinnslan.