Frítt í sund í nóvember

Lágafellssundlaug
Lágafellssundlaug

Átakið "Syndum" stendur yfir 1.-28. nóvember. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna og er á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands. Mosfellsbær býður nemendum og starfsfólki FMOS frítt í sund á meðan átakið er í gangi. Komið við í afgreiðslunni og látið vita að þið séuð nemendur/starfsfólk FMOS. Gildir bæði í Lágafellslaug og Varmárlaug.

Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þetta góða tilboð ~ Sund er frábær íþrótt!