Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna 24. október sl.

Í tilefni Alþjóðadags Sameinuðu þjóðanna þann 24. október síðastliðinn unnu nemendur í dönskuáfanga verkefni, þar sem þeir kynntu sér starfsemi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Afraksturinn var áhugaverðar kynningar á ýmsum sviðum SÞ-hússins í Kaupmannahöfn þar sem u.þ.b. 2000 manns starfa. Nemendur kynntu meðal annars öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin 17, hjálparstarfsemi UNICEF o.fl.