Innritun á sérnámsbraut opin

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérnámsbraut vegna náms á haustönn 2022. Sótt er um í gegnum vef Menntamálastofnunar og stendur innritunartímabilið yfir dagana 1.-28. febrúar. 

Nám á sérnámsbraut er fyrir nemendur sem þurfa einstaklingsmiðað nám vegna fötlunar og er námið á 1. þrepi. Forsenda fyrir inntöku nemenda á brautina er að fötlunargreining sérfræðinga fylgi umsókn. Brautinni lýkur með útskriftarskírteini af sérnámsbraut. Meðalnámstími er 7-8 annir. 

Nánari upplýsingar veitir Elín Eiríksdóttir, deildarstjóri sérnámsbrautar. Netfang hennar er elin@fmos.is