10.08.2023
Kynning fyrir nýnema (árg. 2007) verður miðvikudaginn 16. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Kennsla hefst skv. stundatöflu fimmtudaginn 17. ágúst.
09.08.2023
Fimmtudaginn 10. ágúst geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir haustönn 2023, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 10.-14. ágúst.
31.05.2023
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 26. maí 2023 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
24.05.2023
Föstudaginn 26. maí kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 27 nemendur að útskrifast að þessu sinni. Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um tímasetningar og fyrirkomulag.
17.05.2023
Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda.
12.05.2023
Of mikil símanotkun getur haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar allra. Halla Heimis, íþróttakennari við FMOS, skrifaði grein um þetta sem birtist í nýjasta blaði Mosfellings.
11.05.2023
Verkefnadagar hefjast föstudaginn 12. maí en þá verður stundataflan stokkuð upp. Búið er að uppfæra breytt skipulag á stundatöflu í Innu.
04.05.2023
Þann 3. maí síðastliðinn hélt FMOS, sem er UNESCO skóli, upp á Alþjóðadag fjölmiðlafrelsis.
02.05.2023
Í mars 2020 fékk Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ jafnlaunavottun sem gilti til þriggja ára. Nú hefur farið fram endurskoðun á jafnlaunakerfi skólans og endurvottun hefur verið gefin út. Vottunin gildir til næstu þriggja ára, 2023-2026. Eins og áður var það fyrirtækið Versa Vottun ehf. sem sá um úttektina.
28.04.2023
Útskriftarnemendur í FMOS eru nú að nálgast lokamarkið sitt og í dag fagna þau því með uppskeruhátíð sem gjarnan er nefnd dimmisjón í framhaldsskólum.