Verðlaun á spænskuhátíð

Nemendur í spænsku í FMOS unnu til verðlauna á spænskuhátíð sem fór fram síðast liðinn föstudag, 2. febrúar 2024. Spænskuhátíð er skipulögð af sendiráði Spánar og var keppt í stuttmyndakeppni og veggspjaldakeppni. Þemað í ár var 6. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Menntun fyrir öll. Nemendur FMOS voru í 1. sæti í veggspjaldakeppninni og unnu vikudvöl í Santiago de Compostela í Galisíu, námskeið og gistingu á vegum háskólans þar.

¡Muchas felicidades!