FMOS í heimsókn til Grænlands

Í síðustu viku fóru tveir kennarar okkar, þau Dóra dönskukennari og Halldór sögukennari, í vettvangsferð til Nuuk á Grænlandi. Tilgangur ferðarinnar var að kanna möguleikann á samstarfi við grænlenskan framhaldsskóla og skapa þannig vettvang fyrir bæði íslenska og grænlenska nemendur til að kynnast sögu landanna, menningu þeirra og náttúru. Ferðin, sem styrkt var að Nordplus Junior, gekk vel og var mjög lærdómsrík. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta verkefni þróast og við vonumst til að geta boðið upp á Grænlands- og Íslandsáfanga fyrir nemendur FMOS innan tíðar.