Útskriftarhátíð 28. maí - krækja á streymið

Föstudaginn 28. maí kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 28 nemendur að útskriftast að þessu sinni. Vegna fjöldatakmarkana geta útskriftarnemar boðið með sér 2 gestum að hámarki en einnig verður hægt að fylgjast með athöfninni á netinu, krækju á streymið má finna hér neðar í þessari frétt.

Seinni spönn lokið

Síðasti kennsludagur seinni spannar var í gær, þriðjudaginn 18. maí. Einkunnir fyrir þá áfanga sem nemendur luku á seinni spönn munu birtast jafnóðum í Innu fram til kl. 9 á föstudaginn 21. maí.

Kennaranemar í FMOS

FMOS og menntavísindasvið HÍ er í samstarfi um menntun kennaranema. Á skólaárinu 2020-2021 hafa 15 kennaranemar stundað vettvangsnám við skólann sem er metfjöldi.

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Komdu í FMOS!

"Mér finnst að allir ættu að koma í FMOS því hérna er svo ótrúlega mikil fjölbreytni." Það er alveg ljóst að nemendur FMOS eru ánægðir með skólann sinn. Smelltu á fréttina og kíktu á myndbandið.

Kennsla hefst á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 7. apríl hefst staðkennsla samkvæmt stundatöflu.

Páskafrí

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars. Samkvæmt dagatalinu er páskafrí 29. mars - 6. apríl en vegna hertra sóttvarnarreglna er óvíst hvenær hægt verður að opna skólann aftur. Það verður auglýst hér á vef skólans um leið og það kemur í ljós.

Nýjar sóttvarnarreglur

Nú erum við enn og aftur í þeirri stöðu að þurfa að snúa bökum saman og breyta kennslufyrirkomulagi. Samkvæmt fyrirmælum menntamálaráðherra eiga framhaldsskólar að loka á miðnætti. Frá og með morgundeginum falla því allir tímar niður fram að páskafríi.

Valtorg miðvikudaginn 17. mars

Miðvikudaginn 17. mars opnum við valtímabilið með valtorgi á Teams kl. 10:30. Kennarar verða til taks og kynna þá áfanga sem eru utan áætlunar þ.e. nýja áfanga og áfanga sem eru kenndir sjaldan. Valið jafngildir umsókn fyrir haustönn 2021.

Seinni spönn 10. mars - 18. maí

Á morgun, miðvikudaginn 10. mars, byrjum við seinni spönnina í fullu staðnámi. Verkefnatími er fyrir hádegi og staðkennsla eftir hádegi.