Föstudagsfréttir úr Draupni

Nemendur í leirmótun tóku fullkláraða hluti úr brennsluofninum í síðustu viku og prufukeyrðu listaverkin. Það voru m.a. bollar og nammiskálar, svo auðvitað varð að hella uppá gott te og setja nammi í skálarnar. Allir voru sammála um að aldrei hefði teið og nammið smakkast betur!

Árshátíð 31. mars 2022

Árshátíð nemenda FMOS verður haldin fimmtudaginn 31. mars í Gullhömrum í Grafaholti. Miðasalan fer fram fyrir utan matsalinn í verkefnatímum og í hádeginu alla þessa viku. Síðasti dagur til að kaupa sér miða verður á föstudaginn 25. mars.

Viðhorfskönnun nemenda vorönn 2022

Viðhorfskönnun nemenda fyrir vorönn 2022 er opin í Innu. Við hvetjum alla nemendur skólans til að nýta tækifærið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Könnunin verður opin til kl. 22:00 föstudaginn 25. mars.

Könnunin Stofnun ársins 2021

Það er gaman að segja frá því að Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ varð í 3. sæti í könnuninni Stofnun ársins 2021 af framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og í 11. sæti í flokkinum meðalstórar stofnanir. Við erum afskaplega ánægð með þessar niðurstöður.

Síðasti séns að ganga frá valinu

Síðasti dagur til að velja áfanga fyrir haustönn 2022 er í dag, föstudaginn 18. mars. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum verða að ganga frá vali annars eiga þeir ekki vísa skólavist á næstu önn.

Föstudagspistill

Framhaldsskólanemendur við Nykøbing Katedralskole voru á Íslandi í nokkra daga og ákváðu kennarar þeirra ásamt kennara og 12 nemendum í dönskuáfanga í FMOS að skipuleggja smá hitting í Reykjavík. Markmiðið var að hittast í litlum hópum og ganga um miðbæinn og spjalla. Á dönsku, að sjálfsögðu!

Valtorg mánudaginn 14. mars

Mánudaginn 14. mars opnum við valtímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30. Kennarar verða í salnum og kynna áfangana sína. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á haustönn 2022 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 14.-18. mars.  Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist.

Umsóknarfrestur framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja innritun eldri nemenda (fæddir 2005 og fyrr) til 10. júní vegna náms á haustönn 2022. Sótt er um í gegnum vef menntamálastofnunar með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Úrvinnsludagur mánudaginn 7. mars

Úrvinnsludagur verður mánudaginn 7. mars. Öll kennsla fellur niður þann dag.

Starfsfólk FMOS á skyndihjálparnámskeiði

Fimmtudaginn 24. febrúar var starfsfólki FMOS boðið upp á skyndihjálparnámskeið. Um var að ræða tveggja tíma upprifjunarnámskeið en það voru hjúkrunarfræðingar frá fyrirtækinu Heilsuvernd sem mættu og sáu um fræðsluna og verklegar æfingar.