Verkefnadagar 1.-10. desember

Verkefnadagar hefjast miðvikudaginn 1. desember en þá verður stundataflan stokkuð upp. Stundatafla verkefnadaga er komin inn í Innu. Síðasti verkefnadagurinn verður föstudaginn 10. desember sem er jafnframt síðasti kennsludagur haustannar.

Veggjalist í FMOS

Það er gaman að segja frá því að í nýjasta tölublaði Mosfellings (13. tbl. 2021) birtist grein um nýjan myndlistar áfanga í FMOS, MYNL2VL03, þar sem megin viðfangsefnið er veggjalist.

Nýjar sóttvarnarreglur

Nýjar sóttvarnarreglur breyta engu í kennslunni hjá okkur og við getum haldið áfram að kenna í skólanum. Nemendur eru beðnir um að nota alla inngangana í skólann eftir því á hvaða hæð þeir eiga að vera í kennslu; á 1. hæð, 2. hæð eða 3. hæð.

KLAPP rafrænt greiðslukerfi Strætó

KLAPP er nýtt rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almenningssamgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjaldið er greitt í vagninum.

Setjum upp grímuna

Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna 24. október sl.

Í tilefni Alþjóðadags Sameinuðu Þjóðanna þann 24.október síðastliðinn unnu nemendur í dönskuáfanga verkefni, þar sem þau kynntu sér starfsemi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.

Forvarnarvika 1.-5. nóvember

Forvarnarvikan hófst í gær, mánudaginn 1. nóvember og stendur fram á föstudag, 5. nóv. Það verða alls konar skemmtilegar uppákomur í FMOS í tilefni af vikunni.

Frítt í sund í nóvember

Átakið "Syndum" stendur yfir 1.-28. nóvember. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna og er á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands. Mosfellsbær býður nemendum og starfsfólki FMOS frítt í sund á meðan átakið er í gangi.

Október mánuður myndlistar

Í síðustu viku fengu nemendur og kennarar í listnámi góðan gest, en tilefnið var „Mánuður myndlistar“. María Kjartansdóttir myndlistamaður kynnti starf sitt og verkefnavinnu síðustu missera og vakti þannig athygli á möguleikum skapandi greina sem framtíðarstarfs.

Happy Halloween

Það verður Halloween kvöld í FMOS fimmtudaginn 28. október kl. 20. Nú er málið að dusta rykið af búningunum, klæða sig upp og fagna með samnemendum.