Fundur með nemendum

Við minnum á Teams fundinn í dag, fimmtudaginn 7. janúar kl. 14:00. Fundarboð með hlekk á fundinn var sent nemendum í tölvupósti í gær (miðvikudag). Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára fengu einnig póst. Farið verður yfir skipulag vorannarinnar.

Sænska og norska

Þeir nemendur sem ætla að skrá sig í sænsku eða norsku í MH á vorönn 2021 hafi samband við skrifstofu FMOS sem allra fyrst með því að senda póst á fmos@fmos.is

Töflubreytingar

Búið er að opna fyrir töflubreytingar í Innu hjá þeim nemendum sem hafa greitt skólagjöldin fyrir vorönn 2021. Töflubreytingar verða opnar dagana 5.-10. janúar.

Upphaf vorannar 2021

Skrifstofan skólans er opin og við komin á fullt að skipuleggja skólastarf næstu vikna út frá gildandi sóttvarnarreglum, sem tóku gildi 1. janúar sl.

Brautskráning 18. desember 2020

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 18. desember sl. við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Vegna sóttvarna- og fjöldatakmarkana var útskriftarefnum skipt í tvo hópa með hvor sína athöfnina sem var streymt á Facebook síðu skólans. Aðstandendur og kennarar skólans gátu því fylgst með athöfnunum í beinni útsendingu.

Útskriftarhátíð 18. desember - krækja á streymið

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fer fram á morgun, föstudaginn 18. desember, og verður athöfninni streymt svo aðstandendur og aðrir áhugasamir geti fylgst með.

Breytingar á kennslu

Frá og með morgundeginum, 16. september, breytum við stundatöflunum og aukum staðkennsluna.

Hvernig líður þér?

Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag, fimmtudaginn 10. september 2020.

Að segja sig úr áfanga

Frestur til að segja sig úr áfanga rennur út á morgun, föstudaginn 11. september.

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur til að sækja um jöfnunarstyrk fyrir haustönn 2020 er til og með 15. október 2020.