Sálfræðispjallið

Sálfræðingur skólans (Júlíana) og námsráðgjafi (Svanhildur) halda vikulega svokallað ,,Sálfræðispjall“ í verkefnatímum á föstudögum í stofunni Borg. Sálfræðispjallið er opið öllum áhugasömum nemendum skólans og fjallað er um mismunandi sálfræðitengd málefni hverju sinni. Allir nemendur eru velkomnir, hvort sem þeir vilja koma og taka þátt í spjallinu eða bara fylgjast með umræðunum.

Sálfræðispjallið hóf göngu sína á síðustu önn og myndast hafa skemmtilegar umræður um ýmis málefni, til dæmis um ADHD, kvíða, fullkomnunaráráttu, félagskvíða, markmiðasetningu, skróp og frestun.
Viðfangsefni sem Sálfræðispjallið ætlar að fjalla um á næstunni eru: Baktal, samskipta trix, þunglyndi og kvíði gagnvart framtíðinni.