Nýnemadagur á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 1. september ætlum við að gera okkur glaðan dag og bjóða nýnemana okkar velkomna. Kennt verður fyrstu tvo tímana samkvæmt stundaskrá og fellur öll kennsla niður eftir það. Klukkan 10:30 hefst dagskrá nýnemadagsins. Nemendaráð FMOS skipuleggur daginn þar sem ýmislegt skemmtilegt verður brallað og svo endað á grillveislu. Þetta hefur verið skemmtileg leið til að hrista saman nýnemahópinn og koma þeim inn í félagslífið.