Heimsókn í FMOS

Margir framhaldsskólakennarar, bæði hérlendis og erlendis, hafa áhuga á að kynna sér nánar leiðsagnarnám og kennsluhætti okkar hér í FMOS. Í gær, þann 30. ágúst komu tveir kennarar, Pia og Suzanne, frá Nørresundby Gymnasium einmitt í heimsókn í þeim tilgangi. Dóra, dönskukennari, tók á móti þeim og fylgdust þær með kennslustund í dönsku ásamt fleiri fögum og spjölluðu við kennara og nemendur um námið, kennsluhættina, verkefnatímana o.s.frv. Í framhaldinu er svo von á þeim aftur í haust og þá með danskan nemendahóp.