25.04.2022
Búið er að opna fyrir umsóknir þeirra sem útskrifast úr 10. bekk í vor (2022). Innritunartímabilinu lýkur á miðnætti 10. júní n.k. Einkunnir flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. Sótt er um með rafrænum skilríkjum í gegnum vef Menntamálastofnunar.
20.04.2022
Fimmtudaginn 21. apríl er sumardagurinn fyrsti. Þann dag fellur öll kennsla niður
07.04.2022
Umfjöllunarefni Sálfræðispjallsins á morgun (föstudag) er kulnun.
Allir nemendur velkomnir! Bæði þeir sem vilja koma og taka þátt í spjallinu og þeir sem vilja bara koma og hlusta á umræðurnar.
Sjáumst á föstudaginn í Borg í verkefnatímanum!
Kveðja, Júlíana sálfræðingur og Svanhildur námsráðgjafi
07.04.2022
Páskafrí hefst mánudaginn 11. apríl og við mætum aftur í skólann miðvikudaginn 20. apríl. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga. Gleðilega páska!
01.04.2022
Það var líf og fjör á þemadeginum okkar í gær. Engin kennsla en allir úti og inni að leika. Dagurinn endaði á árshátíð í Gullhömrum um kvöldið með frábærum skemmtiatriðum og miklu stuði.
01.04.2022
Í valáfanganum, Ástin, glæpir og fantasían, hafa nemendur verið að kljást við hin ýmsu form bókmennta og hafa komið við víða. Þau hafa búið til sína eigin „Sherlock og Watson“, þau hafa búið til hinar ýmsu útgáfur af smásögum og þróað sínar eigin hugmyndir.
30.03.2022
Opið hús fyrir nemendur í 10. bekk og foreldra/forráðamenn þeirra verður í FMOS miðvikudaginn 6. apríl kl. 17:00-18:30.
28.03.2022
Á fimmtudaginn, 31. mars, verður þemadagur hjá okkur í FMOS og endum við daginn á árshátið í Gullhömrum um kvöldið. Nemendur hafa fengið dagskrá þemadagsins og fleiri upplýsingar varðandi fyrirkomulagið sendar í tölvupósti.
28.03.2022
Óskilamunakassinn í Upplýsingamiðstöðinni er að fyllast! Þeir sem hafa týnt húfu, vettlingum, pennaveski, snúru eða bara einhverju endilega kíkið við hjá Öglu og athugið hvort hún hafi fundið það.
25.03.2022
Alþjóðadagur vatnsins var þann 22. mars og sem UNESCO skóli þá héldum við í FMOS upp á daginn. Fyrstu tvo tímana var hefðbundin kennsla en eftir það gengu nemendur í hópum um skólann og leystu hinar ýmsu þrautir sem allar tengdust vatni á einn eða annan hátt.