Áttu eftir að ganga frá valinu?

Síðasti dagur til að velja áfanga fyrir vorönn 2023 er þriðjudagurinn 18. október. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á vorönn 2023 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 11.-18. október. Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist á næstu önn.

Allar upplýsingar um áfanga, brautir o.þ.h. eru á vefnum okkar. Leiðbeiningar um valið má finna undir Aðstoð í Innu. Ef þú ert með umsjónarkennara þá geturðu fengið hjálp hjá honum. Þeir sem ekki eru með umsjónarkennara geta fengið aðstoð hjá kennurum í verkefnatíma, náms- og starfsráðgjöfum skólans eða áfangastjóra. Við erum öll boðin og búin til að aðstoða þig, ekki bíða of lengi!